„Nú hefst alvaran þegar Stjarnan kemur í heimsókn í kvöld. Ég á von á svakalegri rimmu enda Stjarnan með svaka trukka innanborðs og má búast við að hnefarnir og olnbogar tali. Þetta verður örugglega mögnuð skemmtun fyrir áhorfendur,” segir Jón Gauti Dagbjartsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild UMFG um rimmu Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmótsins. Mikið hefur gengið á eftir að …
Undanúrslitaeinvígi Grindavíkur og Stjörnunnar hefst á þriðjudaginn
Grindavík mætir Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Það lið sem sigrar fyrr þrjá leiki kemst áfram. Fyrsti leikur liðanna er í Grindavík næsta þriðjudag. Leikjaprógrammið er eftirfarandi: 1. Þriðjudaginn 10.apríl klukkan 19:15 í Grindavík2. Föstudaginn 13.apríl klukkan 19:15 í Ásgarði Garðabæ3. Mánudaginn 16.apríl klukkan 19:15 í Grindavík4. Fimmtudaginn 19.apríl klukkan 19:15 (ef þess þarf) Ásgarði Garðabæ5. …
Sumarflatirnar í lygilega góðu ástandi
Það er mikið að gerast hjá Golfklúbbi Grindavíkur um þessar mundir. Í sumar verða fimm nýjar holur opnaðar auk þess sem verið er að byggja nýjan golfskála. Völlurinn kemur ótrúlega vel undan vetri og er ástandið á flötunum eins og best gerist á sumri til. “Völlurinn er í lygilega góðu ástandi, ég hef aldrei séð flatirnar svona góðar í mars. …
Ingibjörg valin í U17 ára landsliðið í knattspyrnu
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valinn í U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu er heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli EM. Leikirnir fara fram dagana 13. – 18. apríl en auk heimastúlkna leika í riðlinum England og Sviss. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Englandi, föstudaginn 13. apríl. Gjaldgengar í þessum landsliðshóp eru leikmenn fæddir 1995 en Ingibjörg …
Pape með þrennu gegn Hetti
Grindvíkingar unnu Hött örugglega 4-1 í riðli þrjú í Lengjubikarnum í gær en leikið var í Reykjaneshöllinni. Grindvíkingar komust í 2-0 með tveimur mörkum á stuttum kafla um miðbik fyrri hálfleiks og Pape Mamadou Faye bætti síðan við þriðja markinu og öðru marki sínu rétt fyrir leikhlé. Pape innsiglaði síðan þrennu sína í síðari hálfleiknum áður en Högni Helgason náði …
Helgi Jónas – Breiddin skipti sköpum
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, fagnaði því gærkvöld að vera kominn í aðra umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik, en þangað komust Grindvíkingar með því að leggja Njarðvíkinga að velli öðru sinni í fyrstu umferðinni. Sjónvarpsviðtal sport.is við Helga Jónas má sjá hér.
Vel gert strákar! Sannfærandi sigur í fyrsta leik
Grindavík hafði betur gegn Njarðvík 94-67 í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöld og eins og tölurnar bera með sér var sigurinn sannfærandi og sanngjarn. Grindavík hafði fjórtán stiga forystu í hálfleik, 46-32, og hafði yfirburði á flestum sviðum íþróttarinnar frá upphafi til enda. Ónefndur fyrrverandi leikmaður körfuboltaliðs Njarðvíkur …
Helgi Jónas: Allt á uppleið
„Við gerðum það sem lagt var upp með og spiluðum mjög vel í kvöld, sérstaklega í vörninni. Við eigum að vera með sterkara lið – staðan í deildinni sýnir það. En menn verða mæta tilbúnir til leiks í úrslitakeppninni og gera það sem fyrir þá er lagt. Það gerðum við í kvöld,” sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi. …
Styrktarmót fyrir skálabyggingu á laugardaginn
Laugardaginn 31. mars verður opið mót á Hústatóftavelli. Mótið er styrktarmót þar sem allur ágóði rennur í endurbætur og byggingu nýja golfskála okkar Grindvíkinga. Hér er fyrst og fremst tækifæri fyrir kylfinga að leika á sumarflötum í mars við frábærar aðstæður. Leikið er með punktafyrirkommulagi. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin með forgjöf. Verðlaunum er stillt í hóf þar sem megintilgangur með …
Grindavíkurstelpur í úrvalsdeild!
Grindavíkurstelpur tryggðu sér sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta eftir 3ja stiga sigur á KFÍ, 50-47, í æsispennandi og spennuþrungnum úrslitaleik liðanna. Mikil fagnaðarlæti brutust út eftir að sigurinn var í höfn. Grindavík var yfir 18-15 eftir fyrsta leikhluta og hafði 3ja stiga forskot í hálfleik, 28-25. KFÍ komst reyndar yfir um tíma í öðrum leikhluta. En þegar 5 mínútur …