Ingibjörg valin í U17 ára landsliðið í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valinn í U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu er heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli EM. Leikirnir fara fram dagana 13. – 18. apríl en auk heimastúlkna leika í riðlinum England og Sviss. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Englandi, föstudaginn 13. apríl.

 

 

Gjaldgengar í þessum landsliðshóp eru leikmenn fæddir 1995 en Ingibjörg er langyngst, fædd 1997, sem segir sitt hversu öflugur leikmaður hún er.

Þess má geta að hún var í lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna í körfubolta sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni á dögunum.

 Sjá nánar hér.