Styrktarmót fyrir skálabyggingu á laugardaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Laugardaginn 31. mars verður opið mót á Hústatóftavelli. Mótið er styrktarmót þar sem allur ágóði rennur í endurbætur og byggingu nýja golfskála okkar Grindvíkinga. Hér er fyrst og fremst tækifæri fyrir kylfinga að leika á sumarflötum í mars við frábærar aðstæður.

  • Leikið er með punktafyrirkommulagi.
  • Verðlaun fyrir 3 efstu sætin með forgjöf. 
  • Verðlaunum er stillt í hóf þar sem megintilgangur með mótinu er að fá að leika á sumarflötum við frábærar aðstæður í mars.
  • Nándarverðlaun á 13. holu (par 3).
  • Þeir sem hefja leik að loknu hléi (eftir hádegi) hefja leik á 6 holu og eru bakkarnir leiknir tvisvar í lokin (fyrri leikur bakkanna telst til holu 1-5)
  • Hvetjum menn til að fjölmenna í mótið og taka sumarið snemma 🙂
  • Verð er kr 2500.