Kylfingar beðnir að sýna umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Vegna opnunar á Húsatóftavelli í 18 holur í dag kemur fram á heimasíðu GG að kylfingar eru þó beðnir um að sýna umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum þar sem spretta á þeim hefur ekki verið samkvæmt væntingum og áætlunum vegna mikilla þurrka síðustu vikur.  Vegna þessa verða leyfðar færslur á sáðu svæði á brautum 5, 6, 7, 8 og 18 (þrjár …

Kemur fyrsti sigurinn í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Val á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld. Grindavík er í neðsta sæti með 3 stig eftir 9 umferðir og án sigurs en Valur er í 8. sæti með 12 stig eftir fjóra sigurleiki en fimm tapleiki. Valur tapaði í síðustu umferð fyrir ÍBV en lagði ÍA í umferðinni þar á undan. Liðið hefur skorað 13 mörk …

Húsatóftavöllur 18 holur – Nýju brautirnar opna á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur ásamt vallarstjóra hafa ákveðið að helgina 6.-8. júlí verði Húsatóftavöllur opinn sem 18 holu golfvöllur. Unnið hefur verið að því undanfarin ár að stækka völlinn úr 13 í 18 holur. Völlurinn stækkar ennþá lengra inn í hraunið í mjög skemmtilegt landslag. Að auki eru gerðar breytingar á eldri hluta vallarins sem koma vel út. Grunnurinn að stækkun vallarins í …

Margrét jafnaði á lokamínútunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur gerðu jafntefli við nágranna sína í Keflavík 2-2 í 1. deild kvenna á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Þetta var hörku leikur og ekkert gefið eftir. Sarah Wilson kom Grindavík yfir á 28. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Keflavík tvö mörk með skömmu millibili og var seinna markið sjálfsmark. Grindavík sótti stíft undir lokin og …

Ingibjörg í úrvalsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ingibjörg Sigurðardóttir leikmaður Grindavíkur var valin í úrvalslið á Copenhagen Invitational körfuboltamótinu sem fram fór á dögunum.  Íslenska U15 liðið stúlkna tryggði sér bronsið með frábærum 68-35 sigri á Hollandi. Ingibjörg var besti leikmaður Íslands og var valin í úrvalsliðið. Langflestir leikmenn liðsins voru að stíga sín fyrstu skref fyrir land sitt í íslenska búningnum og óhætt er að segja …

Tap í Vesturbænum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

KR-ingar unnu í gær 4-1 sigur á Grindavík í eina leik dagsins í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Grindavík er enn í neðsta sæti með 3 stig eftir 9 umferðir.   Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik en uppúr hornspyrnu á 45.mínútu skoraði KR. Hornspyrna að marki Grindavíkur og Grétar Sigfinnur, fyrirliði KR, skoraði með skalla, en skömmu áður hafði …

Heim í heiðardalinn!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kvennalið Grindavíkur sem leikur á ný í efstu deild kvenna í haust safnar nú liði fyrir átökin.  Tvíburasysturnar Harpa Rakel og Helga Rut Hallgrímsdætur eru komnar heim eftir ársdvöl hjá Njarðvík annars vegar og Keflavík hins vegar.   „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég er svo mikill Grindvíkingur að ég verð að vera í Grindavík. Ég var búin að sjá …

Grindavík mætir Víkingi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óhætt er að segja að Grindavík hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í hádeginu. Grindavík mætir B-deildarliði Víkings sem reyndar er sýnd veiði en ekki gefin. Víkingur sló út Fylki í 16 liða úrslitunum. Leikurinn fer fram í Víkinni 8. eða 9. júlí.

Skiptir engu máli hverjum við mætum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Í sjálfu sér skiptir það engu máli hverjum við mætum í átta liða úrslitum. Við sáum hvernig Víkingar afgreiddu Fylki í gærkvöld og hvernig Þróttur sló Val út úr keppninni kvöldið áður. Bikarkeppnin er ólík deildarleikjum. Í bikarnum er það bara dagurinn, stundin, það augnablik sem ræður úrslitum.” sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir bikardráttinn í …

Stelpurnar unnu Álftanes

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur unnu annan leik sinn í B-deild kvenna þegar þær lögðu Álftanes á Grindavíkurvelli í kvöld með þremur mörkum gegn tveimur. Rebekka Þórisdóttir skoraði sigurmark Grindavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Álftanes komst yfir snemma leiks en Guðný Gunnlaugsdóttir jafnaði metin fljótlega. Margrét Albertsdóttir kom Grindavík yfir á 17. mínútu og staðan 2-1 í hálfleik. Álftanes jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik …