Grindavík mætir Víkingi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óhætt er að segja að Grindavík hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í hádeginu. Grindavík mætir B-deildarliði Víkings sem reyndar er sýnd veiði en ekki gefin. Víkingur sló út Fylki í 16 liða úrslitunum. Leikurinn fer fram í Víkinni 8. eða 9. júlí.