Kylfingar beðnir að sýna umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Vegna opnunar á Húsatóftavelli í 18 holur í dag kemur fram á heimasíðu GG að kylfingar eru þó beðnir um að sýna umburðarlyndi gagnvart nýju brautunum þar sem spretta á þeim hefur ekki verið samkvæmt væntingum og áætlunum vegna mikilla þurrka síðustu vikur. 

Vegna þessa verða leyfðar færslur á sáðu svæði á brautum 5, 6, 7, 8 og 18 (þrjár þeirra eru par 3 holur). Um helgina verður upphafsteigur á 18. braut þar sem leikið verður frá gamla skálanum. Nýi skálinn verður síðan tekinn í notkun um og eftir helgi.

Samhliða þessu verður tekin upp rástímaskráning á golf.is. Félagar í GG hafa 3 daga fyrirvara á skráningu á meðan aðrir gestir hafa dags fyrirvara. Með þessu hverfur óvissa fyrir gesti Húsatóftavallar varðandi bókanir á völlinn og betri yfirsýn með skráningum og umferð um völlinn