Stelpurnar unnu Álftanes

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur unnu annan leik sinn í B-deild kvenna þegar þær lögðu Álftanes á Grindavíkurvelli í kvöld með þremur mörkum gegn tveimur. Rebekka Þórisdóttir skoraði sigurmark Grindavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Álftanes komst yfir snemma leiks en Guðný Gunnlaugsdóttir jafnaði metin fljótlega. Margrét Albertsdóttir kom Grindavík yfir á 17. mínútu og staðan 2-1 í hálfleik. Álftanes jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik en hinn unga og efnilega Rebekka skoraði sigumarkið.

Grindavík er með 6 stig í sjötta sæti en Álftanes í botnsætinu án stiga.