Kemur fyrsti sigurinn í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Val á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld. Grindavík er í neðsta sæti með 3 stig eftir 9 umferðir og án sigurs en Valur er í 8. sæti með 12 stig eftir fjóra sigurleiki en fimm tapleiki.

Valur tapaði í síðustu umferð fyrir ÍBV en lagði ÍA í umferðinni þar á undan. Liðið hefur skorað 13 mörk í sumar en Grindavík 12 en Valur hefur fengið á sig 12 mörk en Grindavík 27 og þar liggur fyrst og fremst munurinn.

Grindavík leikur án Tomi Ameobi sem fer í liðþófaaðgerð og verður frá næstu vikurnar sem eru afar slæmar fréttir. Þá hafa fleiri leikmenn glímt við meiðsli eins og Alexander Magnússon Paul McShane og Loic Ondo. Þá verður Jósef Kr. Jósefsson líklega ekkert meira með liðinu í sumar.

Nú er mikilvægt fyrir Grindvíkinga að standa saman og fjölmenna á völlinn og landa fyrsta sigri sumarsins. Oft var brýn þörf en nú er algjörlega nauðsyn að mæta og hvetja strákana þegar gengur svona illa. Áfram Grindavík!