Æfingar hjá sunddeild UMFG hefjast í dag. Æfingatöfluna má sjá hér. Sunddeild UMFG býður upp á sundnámskeið og æfingar við allra hæfi í vetur, fyrir fólk sem vill koma og læra sundtökin sér til heilsubótar og líka þá sem vilja krefjandi þjálfun með keppni í huga. Í vetur verður deildin með starfandi sundskóla fyrir börn fædd 2008 og 2009 og …
Chris Stephenson til Grindavíkur
Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfuknattleik hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi átök og varð Chris Stephenson sem lék með NC Ashville Bulldogs í 1. deild háskólaboltans, fyrir valinu. Chris útskrifaðist í fyrra og hóf tímabilið í Litháen en meiddist eftir nokkra leiki og þurfti því að snúa aftur í heimahagana. Þar lék hann í sumar í hálfatvinnumannadeild og ætti …
Hávarður bikarmeistari GG
Hávarður Gunnarsson tryggði sér bikarmeistaratitil Golfklúbbs Grindavíkur annað árið í röð eftir að hafa lagt Davíð Arthur Friðriksson að velli í úrslitaleik með talsverðum yfirburðum, 6&5, þ.e. hann var kominn með 6 holu forskot þegar 5 voru eftir. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Hávarði. Mynd: Hávarður lengsti til hægri, í sveit GG sem tryggði sér sæti í 2. deild …
Grindavíkurstelpur mæta Fylki í undanúrslitum
Grindavík burstaði Vöslung 9-2 í lokaumferð B-riðils 1. deildar kvenna. Grindavík varð í örðu sæti riðilsins, stigi á eftir KR. Þar með er ljóst að Grindavík mætir sterku liði Fylkis í undanúrslitum. Margrét Albertsdóttir skoraði þrennu fyrir Grindavík sem hafði mikla yfirburði í leiknum. Lokastaðan í riðlinum: 1. Grindavík 14 11 2 1 63:16 35 2. KR 13 11 0 …
Grindavík styrkti stöðu sína í toppsætinu
Grindavík vann gríðarlega flottan útisigur á Leikni í Breiðholti í 1. deild karla með tveimur mörkum gegn einu. Þar með styrkti Grindavík enn frekar stöðu sína á toppnum. Fjórar umferðir eru eftir og fimm lið eiga góða möguleika á sæti í úrvalsdeild. Stefán Þór Pálsson kom Grindavík yfir á tíundu mínútu með tíunda marki sínu á tímabilinu en hann er …
Grindavík með tveggja stiga forskot á toppnum
Grindavík er með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildar karla eftir sigur á Þrótti 2-1 á Grindavíkurvelli. Grindavík lenti í talsverðum vandræðum með gestina en sigurinn var engu að síður sanngjarn. Grindavík hafði talsverða yfirburði í fyrri hálfleik en engu að síður var það Þróttur sem skoraði eina mark hálfleiksins eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur. En tvö mörk á …
Fór holu í höggi með pútternum!
Fannar Jónsson, kylfingur úr Golfklúbbi Grindavíkur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar á dögunum að því er Kylfingur.is segir frá. Fannar var búinn að slá bolta sinn á gulum teig á 7. braut inn á flöt og fékk þá hugljómun að prófa að slá af rauðum teig sem er öllu nær flötinni. Fannar …
Grindavík fær Þrótt í heimsókn
Grindavík tekur á móti Þrótti í 1. deild karla í kvöld kl. 18:00 á Grindavíkurvelli. Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 30 stig en Þróttur er í 10. sæti með 17 stig og í bullandi fallbaráttu. Grindavík vann fyrri leik liðanna í sumar örugglega 3-0. Með sigri getur Grindavík tryggt enn betur stöðu sína í toppsæti deildarinnar. Staðan: 1. …
Grindavíkurstelpur í undanúrslit
Grindavíkurstelpur lögðu Sindra örugglega 3-0 í B-deild 1. deildar kvenna og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Grindavík er í 2. sæti, stigi á eftir KR, og úrslitin í riðlinum ráðast því endanlega í lokaumferðinni og skiptir miklu máli upp á andstæðinga í undanúrslitum hvort Grindavík lendir í fyrsta eða öðru sæti riðilsins. Lendi Grindavík í 2. sæti …
GG tryggði sér sæti í 2. deild
Sveitakeppni 3. deildar í golfi fór fram á Grænanesvelli á Norðfirði og meðal þátttakenda var sveit Golfklúbbs Grindavíkur sem gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 2. deild eftir glæsilega frammistöðu. GG var í B riðli og sigraði alla sína andstæðinga og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum um sæti í 2. deild. Sveit GG lék m.a. …