GG tryggði sér sæti í 2. deild

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sveitakeppni 3. deildar í golfi fór fram á Grænanesvelli á Norðfirði og meðal þátttakenda var sveit Golfklúbbs Grindavíkur sem gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 2. deild eftir glæsilega frammistöðu.

GG var í B riðli og sigraði alla sína andstæðinga og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum um sæti í 2. deild. Sveit GG lék m.a. gegn Akureyringum sem hafa á að skipa sterkum eintaklingum, Hvergerðingum með einn efnilegasta kylfing landsins um þessar mundir og Mostra sem þeir unnu sannfærandi. 

Í undanúrslitum léku GG gegn Ísfirðingum og náðu að knýja fram 2-1 sigur eftir mikla baráttu.

Úrslitaleikurinn var gegn Golfklúbbi Akureyrar og þar höfðu Norðamenn sigur 2-1 í hörku rimmu.

Sveit GG:
Davíð Arthur Friðriksson
Kristinn Sörensen
Ingvar Guðjónsson
Helgi Dan Steinsson
Hávarður Gunnarsson

Mynd: Davíð Arthur fagnar eftir að hafa fengið albatross. Myndina tók Hávarður Gunnarsson.