Chris Stephenson til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfuknattleik hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi átök og varð Chris Stephenson sem lék með NC Ashville Bulldogs í 1. deild háskólaboltans, fyrir valinu. Chris útskrifaðist í fyrra og hóf tímabilið í Litháen en meiddist eftir nokkra leiki og þurfti því að snúa aftur í heimahagana. Þar lék hann í sumar í hálfatvinnumannadeild og ætti að skila sér á klakann í góðu formi.  

„Chris er 190 cm áður en hann stígur upp í flugvélina og verður fróðlegt að sjá hvort hann verði nokkuð fyrir hinni algengu minnkun á leiðinni yfir Atlantshafið…

Hann er titlaður bakvörður en gerir oft á tíðum mestan usla inn í teig og ætti því að vera sú týpa sem hentar vel í okkar deild.

Hann kemur á næstu dögum eða um leið og leyfin eru klár fyrir hann.

Á þessum link má sjá glefsur frá honum; http://www.youtube.com/watch?v=X3BMYtl8W_M,” segir á heimasíðu UMFG.