Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við Srdjan Tufegdzic (Túfa) um þjálfun meistaraflokks karla næstu þrjú árin. Túfa tekur við af Óla Stefáni sem fór til KA nýverið og má því segja að við höfum haft makaskipti á þjálfurum í þessum efnum. Túfa var þjálfari hjá KA frá 2016 og þar á undan leikmaður hjá þeim frá árinu 2005. Túfa er …
Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins
Grindavíkurkonur fóru vel af stað í 1. deildinni í fyrsta leik tímabilsins núna á laugardaginn, þegar þær tóku á móti Njarðvík. Grindavík komst í 13-2 í upphafi leiks og má segja að þar með hafi tónninn verið settur fyrir leikinn og var sigur Grindavíkur aldrei í mikilli hættu en lokatölur leiksins urðu 79-66. Hrund Skúladóttir fór hamförum gegn sínum gömlu …
Grindvíkingar mörðu sigur á nýliðunum
Grindvíkingar hófu tímabilið í Domino's deild karla í gærkvöldi með erfiðum sigri á nýliðum Breiðabliks. Gestirnir mættu virkilega sprækir til leiks og keyrðu hraðann upp, pressuðu allan völlinn allan leikinn. Þeir skiptu hratt og rúlluðu á öllum sínum leikmönnum nema Grindvíkingnum Þorsteini Finnbogasyni, sem er meiddur. Raunar komst hver einasti leikmaður Blika á blað meðan að Grindvík fékk öll sín stig …
Haustmót yngri iðkenda í júdó 2018 – breytt dagskrá
Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í íþróttahúsinu í Grindavík laugardaginn 6. október. Vegna mikillar þátttöku verðum við að byrja örlítið fyrr en við ætluðum en sextíu og fimm keppendur eru skráðir til leiks og hefst mótið kl. 10:30 í aldursflokkum U13 og U15 og lýkur þeim flokkum um kl. 11:30. Þá hefst keppni í aldursflokkum U18 og …
Grindavík spáð 6. sæti og 2. sæti
Í gær voru opinberaðar spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Domino's deildunum og 1. deildum karla og kvenna fyrir tímabilið 2018-2019. Grindvíkingum er spáð miðjumoði í Domino's deild karla, eða 6. sæti. Stelpunum er spáð heldur betri árangri, en 2. sæti í deildinni, á eftir Fjölni. Hér fyrir neðan má sjá hversu mörg stig hvert lið fékk í kosningunni. …
Óli Stefán tekur við KA
Óli Stefán Flóventsson hefur tekið við þjálfun KA á Akureyri. Óli hefur undanfarin þrjú ár verið aðalþjálfari Grindavíkur en hann sagði starfi sínu lausu núna í lok sumars. Grindvíkingar eru því þjálfaralausir í bili en samkvæmt fréttum Fótbolta.net er Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfari KA, í viðræðum við nokkur lið, þar á meðal Grindavík. Fótbolti.net greindi frá vistarskiptum Óla Stefáns: Óli Stefán …
Árskort og opnunarleikur tímabilsins í Domino’s deildinni á morgun
Þá er komið að fyrsta leik í Domino's deildinni hjá Grindavík þennan vetur og eru það nýliðar Breiðabliks sem koma í heimsókn. Heyrst hefur að leynivopn þeirra grænklæddu, Þorsteinn Finnbogason, sé ekki í leikhæfu ástandi í upphafi tímabils, sem verður að teljast mikill skellur, bæði fyrir Blikana sjálfa sem og aðdáendur Þorsteins í Grindavík. Húsið opnar kl.18:00 þegar fyrstu börgerarnir …
Forvarnarvikan og UMFÍ leikur
Forvarnardagurinn er haldinn ár hvert og hvetur til hugleiðinga um verndandi þætti í lífi ungmenna. Þátttakendur taka myndir af því sem þeir telja lýsa best Forvarnardeginum og þeim skilaboðum sem hann færir. Hver einstaklingur má senda inn 5 myndir hámark. Hver mynd á að innihalda vísun í skilaboð Forvarnardagsins. Viðfangsefnin eru: • Samvera • Íþróttir og/eða tómstundir • Skólinn Leikurinn …
Sam og Rio valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar
Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG fór fram með glæsibrag nú á laugardagskvöldið. Um 270 manns mættu í mat að hætti Bíbbans og Atla Kolbeins og enn fleiri stigu dans fram á nótt við tóna Helga Björns og reiðmanna vindanna/SSSól. Sigga og Agnar fóru á kostum sem veislustjórar, Bjarni Arason mætti og söng með fólkinu og happdrættið var á sínum stað. Verðlaunahafar kvöldsins voru …
Æfingatöflur knattspyrnudeildar yngri flokka 2018/2019
Æfingatafla yngri flokka í knattspyrnu fyrir veturinn 2018 – 2019 er nú tilbúin og er aðgengileg hér fyrir neðan. Við minnum foreldra og forráðamenn á að skrá iðkendur í Nóra, sem heldur utan um alla iðkendur hjá UMFG.