Grindavík í undanúrslit

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík er komið í undanúrslit úrvalsdeildar karla í körfubolta þegar liðið lagði Þór 89-75 í Þorlákshöfn. Grindavík vann einvígi liðanna 3-1 og mætir Njarðvík í undanúrslitum. Grindavík hafði leikinn í höndum sér allan tímann og sigldi heim öruggum 14 stiga sigri. Þór náði að minnka muninn í fjögur stig snemma í fjórða leikhluta. En Grindvíkingar settu þá í gírinn og …

Klárar Grindavík einvígið í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík keyrir Suðurstrandarveginn í kvöld og mætir svo Þór í Þorlákshöfn kl. 19:15 í íþróttahúsinu í fjórðu rimmu liðanna í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta. Grindavík leiðir einvígið 2-1 og getur því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri. Þar verða andstæðingarnir Njarðvík. 

Grindavík skellti Þórsurum – Ólafur með loftfimleika

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík er komið í 2-1 í rimmunni við Þór Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta. Grindavík lagði Þórsara með 20 stiga mun, 87-67 en leikurinn var reyndar jafn framan af en Grindavík pakkaði gestunum saman á 10 mínútna kafla. Grindavík þarf einn sigurleik í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Maður leiksins var Ólafur Ólafsson. …

Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir Þór Þorlákshöfn í þriðju rimmu liðanna um sæti í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfbolta, í Röstinni kl. 19:15. Í Fréttablaðinu í dag er viðtal vði Þorleif Ólafsson fyrirliða Grindavíkur um dómaramál. Þar segir: Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, …

Grindavík missteig sig í Þorlákshöfn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla og þar með er staðan jöfn í einvígi liðanna, hvort lið hefur unnið einn leik. Óttast er að Þorleifur Ólafsson fyrirliði liðsins hafi slitið krossbönd í leiknum og verði ekki meira með.    Þórsarar er erfiður heim að sækja og hraður sóknarleikur þeirra gerði Grindavíkurliðinu …

Grindavík byrjar vel

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík byrjaði einvígið gegn Þór Þorlákshöfn vel í 8 liða úrslitum. Grindavík vann Þór með 10 stiga mun, 92-82 og leiðir einvígið 1-0. Næsti leikur er í Þorlákshöfn á sunnudaginn. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit. Leikurinn var í járnum framan af. Þórsarar höfðu 3ja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en Grindavík hafði eins stigs forskot …

Andri til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnumaðurinn Andri Ólafsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2014. Hann hefur allan sinn feril spilað með ÍBV og var fyrirliði liðsins en skipti yfir í KR í fyrra. Hann lék hins vegar ekkert með liðinu í fyrrasumar vegna meiðsla. Hann getur spilað bæði sem miðvörður og miðjumaður. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningsins. Fremst eru Jónas …

Úrslitakeppnin hefst í kvöld í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrslitakeppnin í körfubolta hefst í kvöld. Íslandsmeistarar Grindavíkur hefja titilvörnina gegn Þór Þorákshöfn, leikurinn hefst kl. 19:15 í Röstinni. Grindavík varð í 3. sæti deildarinnar en Þór í því sjötta en liðið kom skemmtilega á óvart. Búið er að breyta fyrirkomulagi 8 liða úrslitanna þannig að nú þarf þrjá sigurleiki til þess að komast í undanúrslit í stað tveggja áður. 

Fjórir landsliðsmenn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Búið er að velja yngri landslið í körfubolta U15, U16 og U18 ára sem taka þátt á Copenhagen Invitational (U15) og Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna í Svíþjóð (U16 og U18). Grindavík á þar nokkra glæsilega fulltrúa: U15 drengja: Nökkvi Már NökkvasonU16 drengja: Ingi Þór GuðmundssonU18 karla: Hilmir Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson

Grindavík í 7. sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir KR 88-68 í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta. Sjöunda sæti varð hlutkskipti Grindavíkur annað árið í röð.  Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 20/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/8 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hrund Skuladóttir 8, Mary Jean Lerry F. Sicat 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4/5 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 3/6 fráköst Ein leik …