Úrslitakeppnin í körfubolta hefst í kvöld. Íslandsmeistarar Grindavíkur hefja titilvörnina gegn Þór Þorákshöfn, leikurinn hefst kl. 19:15 í Röstinni. Grindavík varð í 3. sæti deildarinnar en Þór í því sjötta en liðið kom skemmtilega á óvart. Búið er að breyta fyrirkomulagi 8 liða úrslitanna þannig að nú þarf þrjá sigurleiki til þess að komast í undanúrslit í stað tveggja áður.