Andri til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnumaðurinn Andri Ólafsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2014. Hann hefur allan sinn feril spilað með ÍBV og var fyrirliði liðsins en skipti yfir í KR í fyrra. Hann lék hins vegar ekkert með liðinu í fyrrasumar vegna meiðsla. Hann getur spilað bæði sem miðvörður og miðjumaður.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningsins.

Fremst eru Jónas Karl Þórhallson formaður og Andri Ólafsson. Fyrir aftan þá standa Rúnar Sigurjónsson formaður meistaraflokksráðs og Hjörtur Waltersson framkvæmdastjóri.