Grindavík skellti Þórsurum – Ólafur með loftfimleika

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík er komið í 2-1 í rimmunni við Þór Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta. Grindavík lagði Þórsara með 20 stiga mun, 87-67 en leikurinn var reyndar jafn framan af en Grindavík pakkaði gestunum saman á 10 mínútna kafla. Grindavík þarf einn sigurleik í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Maður leiksins var Ólafur Ólafsson. Hann átti ein af tilþrifum tímabilsins þegar hann tróð yfir hinn 218cm háa Ragnar Nathanaelsson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist.

“Ég tróð yfir hann líka þegar hann var í Hveragerði. Ég hef samt aldrei fengið það á spólu en þetta er vonandi til að myndbandi. Ég fór bara framhjá manninum mínum og þá birtist súlan. Ég ákvað bara að láta vaða en í sannleika sagt hélt ég að hann myndi verja skotið. En mér tókst að troða boltanum ofan í og líka með þessum krafti sem ég bjóst ekkert við. Ég setti Ragga allavega á plakat. Vonandi náði einhver þessu á mynd,” sagði Ólafur Ólafsson léttur að lokum í samtali við Vísi.is

Atvikið má sjá hér:

Grindavík-Þór Þ. 87-67 (12-16, 24-20, 26-17, 25-14)

Grindavík: Ólafur Ólafsson 29/12 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 24/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 9/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/12 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Jón Axel Guðmundsson 2/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.

Mynd: Víkurfréttir.