Lokahóf allra yngri flokka körfuknattleiksdeildarinnar verður haldið miðvikudaginn 21. maí kl. 17:00 í íþróttahúsinu. Fyrir hönd unglingaráðs, Laufey S. Birgisdóttir.
Skagamenn í heimsókn í bikarnum
Í kvöld kl. 19:15 mætast á Grindavíkurvelli lið Grindavíkur og Skagamanna í 64-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Þetta verður án efa hörkuleikur en þessum liðum er spáð tveimur efstu sætunum í 1. deildinni í sumar. Þess má geta að liðin mætast aftur á Grindavíkurvelli næstkomandi laugardag í deildinni. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna á völlinn og styðja okkar …
Tap í fyrsta leik
Grindavík byrjaði ekki vel í 1. deild karla í knattspyrnu. Grindavík tapaði fyrir Leikni 1-0 á gervigrasvelli þeirra síðarnefndu í Breiðholtinu. Mikil harka einkenndi leikinn en Grindavík átti sannarlega meira skilið úr þessari rimmu. Nýjasti leikmaður Grindavíkur, framherjinn Tomislav Misura, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins. Byrjunarlið Grindavíkur: Óskar, Daníel Leó, Juraj, Andri, Alex Freyr, Josept David, Matthías, …
Úr leik í bikarnum
Knattspyrnuvertíðin hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hófst í gær. Grindavík sótti Þrótt heim í bikarnum á gervigrasvellinum í Laugardal og tapaði í framlengdum leik, 1-0. Grindavík tefldi fram ungu liði undir stjórn Ægis Viktorssonar sem stóð sig með prýði. Í liðið vantaði nokkra lykilmenn að þessu sinni sem verða komnir fyrir fyrsta leik í deildinni. Lið Grindavíkur: Emma Higgins, Jennifer …
Takk fyrir skemmtilegan vetur
Ekki tókst Grindavík að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. KR lagði Grindavík að velli 87-79 í fjórða leik liðanna í Röstinni og tryggði sér um leið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. En engu að síður frábær árangur hjá Grindavík í vetur; langþráður bikarmeistaratitill í höfn og svo silfrið í úrslitakeppninni. Grindavík mætti einfaldlega ofjarli sínu í úrslitarimmunni …
Þrjár í æfingahóp landsliðsins
Búið er að velja og boða 26 leikmenn til fyrstu æfinga fyrir landslið kvenna í körfubolta en æfingarnar fara fram næstu helgi 2.-4. maí. Verkefni sumarsins verða tveir æfingaleikir gegn landslið Danmerkur hér heima 9. og 10. júlí og svo Evrópukeppni kvenna í C-deild í Austurríki 14.-19. júlí. Þrír leikmenn Grindavíkurr hafa verið valdir í hópinn, þær Pálína Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og María …
Oddaleikur á skírdag
Grindavík og Njarðvík mætast í oddaleik á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl, í undanúrslitarimmu liðanna eftir að Njarðvík jafnaði einvígið 2-2 með sigri í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ, 77-68. Hart var barist á kostnað gæðanna en í öðrum leikhluta voru Grindvíkingar mun öflugri og staðan í hálfleik 30-26, Grindavík í vil. Ótrúlega lágt skor í leiknum sem líklega hafði spennustigið eitthvað um …
Svona á að gera þetta!
Grindavík jafnaði einvígið við Njarðvík 1-1 eftir öruggan sigur í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í undanúrslitarimmu liðanna í körfubolta karla. Lokatölur 95-73 Grindavík í vil. Liðin mætast að nýju næsta föstudag í Röstinni. Það var snemma ljóst að Grindvíkingar ætluðu ekki að gefa tommu eftir. Þeir byrjuðu með flugeldasýningu og náðu 12 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Eftirleikurinn var í sjálfu …
Grindavík Íslandsmeistari í minni bolta
Um helgina fór fram lokakeppnin í Íslandsmótinu í minni bolta stúlkna í körfubolta. Spilað var í Grindavík og eins og svo oft í yngri flokkum kvenna þá var síðasti leikurinn og úrslitaleikurinn á milli nágrannaliðanna Grindavíkur og Keflavíkur. Grindavík lagði Keflavík að velli og eru því Íslandsmeistarar! Við óskum stelpunum og þjálfaranum Ellert Magnússyni til hamingju með titilinn. Mynd: …
Veisluhlaðborð framundan – Leikurinn hefst kl. 18:00
Undanúrslit Íslandsmótsins í körfubolta karla hefjast í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Njarðvík í fyrstu rimmu liðanna. Athygli er vakin á því að leikurinn hefst kl. 18:00 (sex) en ekki 19:15 eins og venjulega. Aðgangseyrir á alla undanúrslitaleikina og úrslitaleikina er 2.000 kr. en þetta er sameiginleg ákvörðun allra liðanna. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í …