Grindavík Íslandsmeistari í minni bolta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Um helgina fór fram lokakeppnin í Íslandsmótinu í minni bolta stúlkna í körfubolta. Spilað var í Grindavík og eins og svo oft í yngri flokkum kvenna þá var síðasti leikurinn og úrslitaleikurinn á milli nágrannaliðanna Grindavíkur og Keflavíkur. Grindavík lagði Keflavík að velli og eru því Íslandsmeistarar!  

Við óskum stelpunum og þjálfaranum Ellert Magnússyni til hamingju með titilinn.

Mynd: Bryndís Gunnlaugsdóttir.