Grindavík byrjaði ekki vel í 1. deild karla í knattspyrnu. Grindavík tapaði fyrir Leikni 1-0 á gervigrasvelli þeirra síðarnefndu í Breiðholtinu. Mikil harka einkenndi leikinn en Grindavík átti sannarlega meira skilið úr þessari rimmu.
Nýjasti leikmaður Grindavíkur, framherjinn Tomislav Misura, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.
Byrjunarlið Grindavíkur: Óskar, Daníel Leó, Juraj, Andri, Alex Freyr, Josept David, Matthías, Tomislav, Magnús, Marko og Jósef Kristinn fyrirliði. Inn á komu Scotty og Óli Baldur.
Næstu tveir leikir Grindavíkur eru gegn ÍA, fyrst í bikarnum á morgun og svo í 1. deildini á laugardaginn. Báðir leikirnir fara fram í Grindavík.