Kvennalið UMFG komið með Kana fyrir veturinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá UMFG, ætlar greinilega ekki að sitja með hendur í skauti í sumar heldur er hann strax byrjaður að styrkja liðið fyrir átök vetrarins. Gengið hefur verið frá samningum við erlendan leikmann, en sú heitir Rachel Tecca, er 185 cm hár framherji sem lék með Akron skólanum síðasta tímabil við góðan orðstír. Það er …

Fyrsti heimaleikur sumarsins hjá stelpnum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Meistaraflokkslið kvenna í fótboltanum spilar sinn fyrsta heimaleik í kvöld á móti HK. Til að vekja athygli á leiknum hafa stelpurnar látið útbúa skemmtilega auglýsingu, og við eigum eflaust eftir að sjá fleiri í sumar. Allir á völlinn og áfram Grindavík!

Þrjú töp í fyrstu fjórum leikjum sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það fer ekki vel af stað fótboltasumarið hjá strákunum okkar, en í gær töpuðu þeir sínum þriðja leik, og eru því aðeins með einn sigur í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar. Einhver sagði að fall væri fararheill, og annar að sígandi lukka væri best, svo við vonum að sjálfsögðu að hér sé aðeins um smá hikst í Grindavíkurvélinni að ræða og …

Sumaræfingar körfuboltans

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar körfunar hefjast formlega miðvikudaginn 11.júní. Það verður boðið uppá æfingar fyrir krakka frá 6 ára aldri og upp úr. Iðkendum er skipt í þrjá hópa eftir aldri. 1.-5.bekkur (þeir flokkar sem spila á mini körfur) 6.-9. bekkur og síðan 10.bekkur og eldri. Krökkunum verður skipt í hópa og því þurfa yngri ekkert að óttast þau séu að æfa með …

Tap gegn Víkingi Ólafsvík í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar tóku á móti Víkingum frá Ólafsvík í gær, og óstaðfestar heimildir herma að þetta sé í fyrsta skipti sem þessi tvö lið mætast í deildarkeppninni. Það þarf a.m.k. að fara ansi langt aftur til að finna aðra slíka viðureign. Það er skemmst frá því að segja að gestirnir fóru með sigur af hólmi, 0-1, í fremur daufum leik. Grindvíkingar …

Knattspyrnuskóli UMFG, skráning stendur yfir!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. …

Jón Axel bestur á Norðurlandamóti landsliða

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður Norðurlandamóts landsliða í körfubolta sem haldið var í Solna í Svíþjóð. Jón Axel sem leikur með U18 liði Íslands fór hamförum í mótinu og skoraði að meðaltali 29,3 stig í leik. Einnig var Grindvíkingurinn valinn í úrvalslið mótsins en fleiri Suðurnesjamenn urðu þess heiðurs aðnjótandi.

Knattspyrnuskóli UMFG og æfingatímar í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. …

Skagamenn lagðir í annað sinn á stuttum tíma

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Skagamenn heimsóttu okkur Grindvíkinga tvisvar í liðinni viku og er skemmst frá því að segja að Grindavík vann báðar viðureignir. Í bikarnum unnum við nokkuð öruggan sigur síðastliðinn þriðjudag, 4-1. Á laugardag mættust liðin svo í deildinni og fór leikurinn 3-2 fyrir Grindavík.  Grindvíkingar komust í 3-1 á 73. mínútu. Mörk Grindvíkinga skoruðu þeir Jósef Kristinn Jósefsson og Tomislav Misura …