Knattspyrnuskóli UMFG og æfingatímar í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.

Námskeið fyrir stráka og stelpur
10.júní-4.júlí

5.ágúst-22.ágúst
Æft að hætti atvinnumanna.

Eldri fyrir hádegi (5.bekkur- 8.bekkur) kl.10.00
Yngri eftir hádegi (1.bekkur-4.bekkur) kl.13.00

Skráning hefst miðvikudaginn 4. júní í Gulahúsi. Einnig er hægt að senda skráningar á aegir@umfg.is

Verð er 5.000 kr. fyrir fjögurra vikna námskeið.
Verð á námskeiðið æft að hætti atvinnumanna í ágúst er 6.000 kr.

Umsjón með skólanum hafa Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Grindavíkur, Daníel Leó Grétarsson leikmaður m.fl. karla, Jennifer Holton leikmaður m.fl kvenna, Ljubodrag Milosevic UEFA-pro þjálfari og auk annarra gestaþjálfara

Meðfylgjandi er tafla yfir æfingatíma sumarsins