Jón Axel bestur á Norðurlandamóti landsliða

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður Norðurlandamóts landsliða í körfubolta sem haldið var í Solna í Svíþjóð. Jón Axel sem leikur með U18 liði Íslands fór hamförum í mótinu og skoraði að meðaltali 29,3 stig í leik. Einnig var Grindvíkingurinn valinn í úrvalslið mótsins en fleiri Suðurnesjamenn urðu þess heiðurs aðnjótandi.