Ungmennafélag Grindavík og Crossfit Grindavík hafa sameinað krafta sína í að halda Grindvíkingum, ungum sem öldnum, á hreyfingu í kórónuveiru faraldrinum – að koma öllum í sannkallað Samkomuform. Í ljósi hertra sóttvarnarlaga þá liggur allt íþróttastarf hjá UMFG niðri til 17. nóvember og því þarf að fara aðrar leiðir til að stunda íþróttir og almenna hreyfingu. Næstu vikurnar munu þjáfarar …
Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka til 17. nóvember
Allt íþróttastarf Ungmennafélags Grindavíkur mun leggjast af næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu. Ríkisstjórnin gerði grein fyrir hertum sóttvarnareglum í dag sem byggja að stórum hluta …
Leikskólahópar fara af stað á ný
Leikskólahópar hjá deildum UMFG munu fara af stað á nýjan leik í þessari viku. Tímar hjá þessum hópum hafa legið niðri vegna Covid19 að undanförnu en æfingar hefjast að nýju í vikunni. Forsendan fyrir því að þessar æfingar geti farið fram er sú að foreldrar taki ekki þátt í æfingum barna. Einnig verður grímuskylda hjá foreldrum sem koma með börn …
Hlé gert á æfingum barna á leiksskólaaldri
Vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu hefur UMFG ákveðið að gera hlé á æfingum hjá leikskólahópum í öllum íþróttagreinum hjá félaginu næstu tvær vikurnar. Foreldrar taka oft á tíðum virkan þátt í æfingum hjá iðkendum á leikskólaaldri og teljum við skynsamlegt á þessum tímapuntki að gera hlé á æfingum leikskólabarna í tvær vikur. Einnig verður gert hlé á íþróttaskóla UMFG …
Íþróttaskóli UMFG hefst laugardaginn 3. október
Ungmennafélag Grindavíkur stendur fyrir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 3. október. Íþróttaskólinn verður kl. 10:00 – 10:40 á laugardögum í vetur. Skráning er hafin hér. Umsjónarmenn íþróttaskólans eru Petrúnella Skúladóttir og Katrín Ösp Rúnarsdóttir.
UMFG í samstarf við Sportabler
Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samstarfssamning við Sportabler til næstu þriggja ára. Samstarfið felur í sér að UMFG innleiðir Sportabler í allar deildir félagsins og skráir alla iðkendur í gegnum hugbúnaðinn. Við þessa breytingu hættir félagið að skrá iðkendur í gegnum Nóra. Með því að innleiða Sportabler inn í deildir UMFG mun félagið auka verulega þjónustu sína við iðkendur og forráðamenn. …
Skráning hafin í íþróttir UMFG
Skráning í íþróttir hjá deildum UMFG hófst í hádeginu í dag, 15. september. Sú breyting hefur orðið á starfsemi félagsins að skráning fer nú fram í gegnum Sportabler en félagið mun framvegis nýta þann hugbúnað til að halda utan um skráningar iðkenda og samskipti þjálfara við forráðamenn og iðkendur. Árgjald í íþróttir hjá UMFG er 45.000 kr.- og getur hvert …
Jóhann Dagur Íslandsmeistari í götuhjólreiðum
Íslandsmeistaramótið í Götuhjólreiðum (RR) svokallað hópstart fór fram í Hvalfirði í dag við frábærar aðstæður og fallegu veðri. Grindvíkingar áttu einn keppanda í mótinu sem keppti í junior flokki (17-18 ára) það var Jóhann Dagur Bjarnason sem gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn, og hjólaði hann 132 km á 4 klukkurtímum og 2 mínútum og var tæplega 30 mínútum …
Leikjanámskeið UMFG – Fjögur námskeið í ágúst
Síðustu leikjanámsskeið sumarsins fara fram núna í ágúst. Boðið verður upp á námskeið fyrir og eftir hádegi í næstu viku, 4. – 7. ágúst og sömuleiðis 10. – 13. ágúst. Námskeiðin eru fyrir krakka fædd árin 2011, 2012 og 2013. Skráning að þessu sinni fer fram í gegnum Sportabler og eru allar nánari upplýsingar að finna þar. Þeir sem eru …
Hertari aðgerðir vegna COVID-19
Ríkisstjórn Íslands hefur boðað hertari aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Aðgerðir taka gildi 31. júlí. Fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að 39 smit séu nú staðfest og séu það 10 smit sem hafi bæst við á milli daga. Nú eru 215 manns í sóttkví og munu fleiri bætast við. Af þeim …