Skráning hafin í íþróttir UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Skráning í íþróttir hjá deildum UMFG hófst í hádeginu í dag, 15. september. Sú breyting hefur orðið á starfsemi félagsins að skráning fer nú fram í gegnum Sportabler en félagið mun framvegis nýta þann hugbúnað til að halda utan um skráningar iðkenda og samskipti þjálfara við forráðamenn og iðkendur.

Árgjald í íþróttir hjá UMFG er 45.000 kr.- og getur hvert barn á aldrinum 6-18 ára stundað eins margar íþróttir og áhugi er til fyrir þessa fjárhæð. á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021. Stundi barn fleiri en eina íþróttagrein þá er greitt fyrir fyrstu íþróttagreinina og svo eru allar aðar íþróttagreinar fríar eftir það á hverja kennitölu. Hægt er að dreifa greiðslunum niður í 5 jafnar greiðslur eftir því sem hentar hverjum og einum.

Hér má finna leiðbeiningar fyrir foreldra og iðekndur á virkni Sportabler kerfisins: http://help.sportabler.com/en/articles/1565204-kynning-vef-og-snjallsimalausn

Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/UMFG/

Komi upp vandamál er hægt að hafa samband við skrifstofu UMFG með tölvupósti á umfg@umfg.is