Skráning hafin í íþróttir UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Skráning í íþróttir hjá deildum UMFG hófst í hádeginu í dag, 15. september. Sú breyting hefur orðið á starfsemi félagsins að skráning fer nú fram í gegnum Sportabler en félagið mun framvegis nýta þann hugbúnað til að halda utan um skráningar iðkenda og samskipti þjálfara við forráðamenn og iðkendur.

Árgjald í íþróttir hjá UMFG er 45.000 kr.- og getur hvert barn á aldrinum 6-18 ára stundað eins margar íþróttir og áhugi er til fyrir þessa fjárhæð. Stundi barn fleiri en eina íþróttagrein þá er greitt fyrir fyrstu íþróttagreinina og svo eru allar aðar íþróttagreinar fríar eftir það á hverja kennitölu. Hægt er að dreifa greiðslunum niður í 5 jafnar greiðslur eftir því sem hentar hverjum og einum.

Hér má finna leiðbeiningar fyrir foreldra og iðekndur á virkni Sportabler kerfisins: http://help.sportabler.com/en/articles/1565204-kynning-vef-og-snjallsimalausn

Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/UMFG/

Komi upp vandamál er hægt að hafa samband við skrifstofu UMFG með tölvupósti á umfg@umfg.is