Grindavík hefur samið við framherjann Jada Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. Jada kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021 „Ég er virkilega sáttur með að Jada ætli að taka slaginn með okkur í sumar. Hún býr yfir miklum hraða og tækni sem …
Aðalfundur Knattspyrnudeildar þann 9. mars
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 9. mars kl. 19:00 í Gula húsinu við Austurveg. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1) Fundarsetning 2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari 3) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar. 4) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 5) Önnur mál. Athygli er vakin á …
Tómas Orri til liðs við Grindavík
Tómas Orri Róbertsson er genginn til liðs við Grindavík út tímabilið í Lengjudeild karla. Tómas Orri er á 19. aldursári og leikur stöðu miðjumanns. Hann kemur á láni frá Breiðablik. Tómas Orri hefur verið í landsliðsúrtökum hjá U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur leikið nokkra leiki með Breiðablik á undirbúningstímabilinu og staðið sig vel. „Það er mjög gott að fá …
Chanté Sandiford í þjálfarateymi Grindavíkur
Chanté Sandiford hefur verið ráðin sem nýr aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Grindavíkur í knattspyrnu. Chante Sherese Sandiford er fædd árið 1990 og kemur frá Bandaríkjunum. Hún hefur verið hér á landi frá því um 2015 að spila fótbolta og er því vel kunnug bæði íslenskum kvennafótbolta og tungumálinu. Hún á að baki hér á landi 159 KSÍ leiki með liðum eins …
Dagur Traustason á láni til Grindavíkur
Grindavík hefur fengið liðsstyrk í Lengjudeild karla því framherjinn ungi, Dagur Traustason, er kominn til félagsins á láni frá FH. Dagur er fæddur árið 2005 og verður 18 ára síðar á árinu. Hann lék á láni hjá ÍH í 3. deildinni á síðasta tímabili og skoraði þar 6 mörk í 13 leikjum. „Ég er mjög ánægður að vera kominn til …
Júlía Rán gerir sinn fyrsta samning
Júlía Rán Bjarnadóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Grindavík. Júlía Rán er fædd árið 2007 en hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum. Hún leikur sem bakvörður eða vængmaður. „Ég er ánægður með að Júlía Rán sé búinn að skrifa undir við samning við okkur hér í Grindavík,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur. „Júlía hefur unnið sér …
Bjarki Aðalsteinsson í Grindavík
Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk því varnarmaðurinn Bjarki Aðalsteinsson hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið 2024. Bjarki er 31 árs gamall og leikið alls 215 leiki í deild og bikar á ferli sínum. Bjarki leikur stöðu miðvarðar en hann er 196 cm á hæð. Bjarki hefur leikið með Leikni Reykjavík frá árinu 2017. Hann er uppalinn í Breiðablik …
Zoran Vrkic í Grindavík
Grindavík hefur samið Króatann Zoran Vrkic og mun hann leika með Grindavík út leiktíðina í Subway-deild karla. Zoran hefur komið víða við á ferli sínum en hefur leikið með Tindastóli frá því á síðsta tímabili. Samstarfi hans við Tindastól lauk núna í vikunni og hefur Zoran nú samið við Grindavík út tímabilið. „Við höfum verið að skoða í kringum okkur …
Arianna Veland semur við Grindavík
Grindavík hefur styrkt leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Lengjudeild kvenna. Arianna Veland er gengin til liðs við félagið og mun hún leika með Grindavík í sumar. Arianna er 24 ára gömul og leikur stöðu miðjumanns. Hún hefur leikið sem atvinnumaður í bæði Svíþjóð og í Þýskalandi. Hún lék einnig í nokkur ár í bandaríska háskólaboltanum með University of Illinois. …
Bláa Lónið styrkir barna- og unglingastarf UMFG
Þann 6. janúar veitti Bláa Lónið íþróttafélögum á Suðurnesjum styrki til eflingar á barna- og unglingastarfi félaganna. Alls nemur styrkupphæðin um 14 milljónum króna á samningstímabilinu sem telur 2 ár. Ungmennafélag Grindavíkur og Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hlutu styrki að þessu sinni fyrir árin 2022 og 2023 sem mun efla barna- og unglingastarf hjá félaginu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, segir að …