Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við markvörðinn Baldur Olsen sem kemur frá Víkingi í Ólafsvík. Baldur er tvítugur og lék með Grindavík í sameinuðum öðrum flokk Grindavíkur, Víkings Ólafsvík og GG á síðustu leiktíð. Baldur kemur inn í öflugt markvarðateymi hjá Grindavík og standa vonir til þess að hann muni taka framförum í góðri samkeppni um markvarðarstöðuna. Baldur er nýlega fluttur …
Oddur Ingi kemur á láni frá KR
Grindavík hefur fengið Odd Inga Bjarnason að láni frá KR fyrir tímabilið í 1. deild karla. Oddur Ingi leikur á hægri vængnum og býr yfir miklum hraða. Hann er tvítugur að aldri og hefur nýlega framlengt samning sinn við KR. Hann lék með KV í fyrra sem spilaði í 3. deild og skoraði hann 7 mörk með þeim í 15 …
Kristinn Pálsson til Grindavíkur
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við Kristinn Pálsson sem mun leika með Grindavík næstu tvö keppnistímabil í Dominos-deild karla. Kristinn kemur frá uppeldisfélagi sínu í Njarðvík þar sem hann hefur leikið sl. tvö tímabil eftir að hafa komið heim úr bandaríska háskólakörfuboltanum. Áður var Kristinn á mála hjá ítalska félaginu Stella Azzura. Kristinn var með 9,8 stig að meðaltali með …
Aðalfundur UMFG 2020
Aðalfundur UMFG verður haldinn í Gjánni íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 20. maí 2020 kl 20:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn UMFG
Ólöf Helga tekur við kvennaliði Grindavíkur
Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik hjá Grindavík og mun stýra liðinu í 1. deild kvenna á næstu leiktíð. Hún gerir þriggja ára samning við félagið eða til vors 2023. Ólöf Helga er Grindvíkingum að góðu kunn. Hún lék upp alla yngri flokka hjá félaginu og var lykilleikmaður í meistaraflokki félagsins um árabil. Hún hefur …
Daníel Guðni þjálfar áfram karlaliðið
Daníel Guðni Guðmundsson mun áfram stýra karlaliði Grindavíkur í körfubolta fyrir komandi tímabil í Dominos-deildinni. Á fyrsta tímabili Daníels sem þjálfari Grindavíkur hafnaði liðið í 8. sæti í Dominos-deildinni þegar keppni var hætt og fór liðið alla leið í bikarúrslit. Daníel er fyrrverandi leikmaður Grindavíkur og varð Íslandsmeistari með félaginu. Hann hefur einnig þjálfað kvennalið Grindavíkur með góðum árangri. Stjórn …
Jóhann Árni hættir með meistaraflokk kvenna
Jóhann Árni Ólafsson mun láta af störfum sem þjálfari Grindavíkur hjá í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik. Jóhann Árni hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Liðið fór upp í Dominso-deildina undir hans stjórn tímabilið 2018-2019. Á nýafstöðnu tímabili féll liðið úr deildinni eftir að hafa hafnað í 8. sæti. Leit er hafin af nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi átök í …
Ný stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG
Aukaaðalfundur körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram miðvikudaginn 6. maí sl. Vel var mætt til fundarins en um 30 félagsmenn mættu og tóku þátt í kosningu. Kjörin var stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörin formaður körfuknattleiksdeildar. Einnig voru kosnir sex meðstjórnendur. Stjórn körfuknattleiksdeildar að loknum aukaaðalfundi er því eftirfarandi: Ingibergur Þór Jónasson, formaður Erna Rún Magnúsdóttir Fjóla Sigurðardóttir …
Starf yfirþjálfara körfuknattleiksdeildar laust til umsóknar
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Um hlutastarf er að ræða. Helstu verkefni eru: Ráðning og samskipti við þjálfara Samskipti við KKÍ Umsjón með gæðum þjálfunnar og eftirfylgni með handbók unglingaráðs Unglingaráð leitar eftir metnaðarfullum aðila með reynslu af þjálfun og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Umsókn ásamt upplýsingum um reynslu og fyrri störf skal skila í …
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar fer fram 6. maí
Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn miðvikudaginn 6. maí klukkan 20:00 í Gjánni. Dagskrá aukaaðalfundar 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra 3. Kosning fundarritara 4. Kosningar a. Kosinn formaður stjórnar b. Kosning meðstjórnenda c. Kosning í varastjórn d. Kosið í Unglingaráð i. Kosning formanns ii. Kosning meðstjórnenda 5. Önnur mál 6. Fundi slitið ATH! Þeir félagar sem ætla að mæta þurfa að …