Daníel Guðni þjálfar áfram karlaliðið

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Daníel Guðni Guðmundsson mun áfram stýra karlaliði Grindavíkur í körfubolta fyrir komandi tímabil í Dominos-deildinni.

Á fyrsta tímabili Daníels sem þjálfari Grindavíkur hafnaði liðið í 8. sæti í Dominos-deildinni þegar keppni var hætt og fór liðið alla leið í bikarúrslit. Daníel er fyrrverandi leikmaður Grindavíkur og varð Íslandsmeistari með félaginu. Hann hefur einnig þjálfað kvennalið Grindavíkur með góðum árangri.

Stjórn deildarinnar fer með mikilli tilhlökkun inn í nýtt keppnistímabil.

Áfram Grindavík!
💛💙