Ný stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Aukaaðalfundur körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram miðvikudaginn 6. maí sl. Vel var mætt til fundarins en um 30 félagsmenn mættu og tóku þátt í kosningu.

Kjörin var stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörin formaður körfuknattleiksdeildar. Einnig voru kosnir sex meðstjórnendur. Stjórn körfuknattleiksdeildar að loknum aukaaðalfundi er því eftirfarandi:

Ingibergur Þór Jónasson, formaður
Erna Rún Magnúsdóttir
Fjóla Sigurðardóttir
Haraldur Jóhannesson
Heiðar Helgason
Rakel Lind Hrafnsdóttir
Sigurður Gíslason.

Varastjórn:
Ásgeir Ásgeirsson
Páll Valur Björnsson

Einnig var kjörin ný stjórn í unglingaráði á fundinum. Stjórnin verður eftirfarandi:

Kjartan Adólfsson, formaður
Aníta Sveindóttir
Herdís Gunnlaugsdóttir
Halla Toggadóttir
Kristbjörg Bech
Kristjana Jónsdóttir
Tracy Horne
Steingrímur Kjartansson
Þuríður Gísladóttir
Smári Jökull Jónsson

Körfuknattleiksdeildin þakkar öllum þeim sem mættu til aðalfundar og horfir bjartsýn til framtíðar!

Áfram Grindavík!
💛💙