Samið við sjö leikmenn meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við sjö leikmenn um að leika áfram með liðinu. Eru þetta frábær tíðindi fyrir kvennaboltann í Grindavík! Ása Björg Einarsdóttir er á 17. ári og er uppalinn Grindvíkingur. Ása spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik í fyrra í Inkasso deildinni. Hún hefur tekið miklum framförum undanfarið og á framtíðina fyrir sér. Birgitta Hallgrímsdóttir 22 ára. Hún kom …

Grindavík í öðru sæti á N1 mótinu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Þá er N1 mótinu lokið þetta árið með stór glæsilegum árangri okkar pilta í 5. flokki. Við fórum norður með 4 lið á mótið sem er ótrúlega gott miðað við höfðatölu. Við spiluðum í fyrsta sinn í sögunni úrslitaleikinn á N1 mótinu í Argentísku deildinni en þar er keppt um sjálfan N1 móts bikarinn. Einnig spiluðum við til úrslita um …

Brynja og Eva koma á láni frá Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur fengið liðsstyrk en þær Brynja Pálmadóttir og Eva Lind Daníelsdóttir hafa gengið til liðs við Grindavík á láni frá nágrönnum okkar úr Keflavík. Þær eru báðar löglegar í leik gegn ÍR sem fram fer í Breiðholti annað kvöld. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Brynju og Evu velkomnar til Grindavíkur!

Stefán Ingi kemur á láni frá Breiðabliki

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stefán Ingi Sigurðarson mun leika með Grindavík næstu vikurnar en hann kemur að láni frá Breiðabliki. Stefán Ingi er 19 ára gamall framherji og hefur verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokki Breiðabliks. Stefán er stór og stæðilegur framherji sem skoraði fyrir Blika í sigri gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum á dögunum. Hann er einn efnilegasti framherji landsins í öðrum flokki. …

Mackenzie Heaney á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur fengið Englendinginn Mackenzie Heaney á láni frá enska liðinu Whitby Town. Mackenzie Heaney er 21 árs framliggjandi miðjumaður sem getur einnig leikið á kantinum. Hann kom til reynslu til Grindavíkur í síðustu viku og hreif þjálfara liðins og forráðamenn með færni sinni. Hann er með öflugan vinstri fót og er góður skotmaður. Heaney kemur úr unglingaakademíu Newcastle United …

Grindavík – Þróttur R. | Bein netútsending

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Sýnt verður beint frá leik Grindavíkur og Þróttar Reyjavíkur sem fram fer á Grindavíkurvelli þann 28. júní næstkomandi. Leikurinn hefst kl. 14.00 og má búast við hörkuleik. Leikurinn verður í beinni útsendingu og kostar aðeins 5 dollara að fylgjast með leiknum eða tæpar 700 krónur. Er rukkað gjald til að mæta kostnaði við tækjakaup á útsendingabúnaði. Bein netúsending hefst 10 …

Unglingalandsmótið á Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 dagana 31. júlí – 2. ágúst. Mótið er haldið í samstarfi við HSK og Sveitarfélagið Árborg. Mótið hefur sannað gildi sitt sem glæsileg vímuefnalaus fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman kemur fjöldi barna og ungmenna með fjölskyldum sínum. Mótið er fyrir 11-18 ára börn og ungmenni sem reyna fyrir sér í …

Sala árskort hjá knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir tímabilið hjá meistaraflokkum félagsins. Að þessu sinni ætlar deildin að beina ársmiðasölu sinni í gegnum miðasölu forritið Stubb sem selur miða á efstu deildir karla og kvenna. Árskortið gildir á alla deildarleiki hjá meistaraflokkum félagsins, karla og kvenna. Verðskrá: Einstaklingskort: 11.990 Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna á Grindavíkurvelli tímabilið 2020 …

Sumaræfingar hjá körfuknattleiksdeild

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur verður með sumaræfingar fyrir iðkendur í sumar. Æfingarnar eru frá mánudegi til fimmtudags. 7.-8. bekkur   kl. 16:15-17:30, þjálfari Dagur Kár Jónsson. 9. – 10. bekkur kl. 16:15-17:30, þjálfari Ingvi Þór Guðmundsson.

Samið við tólf upprennandi leikmenn meistaraflokks

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleikdeild Grindavíkur hefur gert leikmannasamning við tíu og uppalda leikmenn fyrir komandi tímabil hjá meistaraflokki kvenna. Grindavík mun leika í 1.deildinni á næstu leiktíð undir stjórn Ólafar Helgu Pálsdóttur. Stór hluti þeirra leikmanna sem samið er við er að gera sinn fyrsta samning við félagið og kemur úr yngri flokka starfi félagsins. Um er að ræða mjög efnilega leikmenn og …