Grindavík – Afturelding | Allar upplýsingar fyrir stuðningsmenn

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík mætir Aftureldingu á Grindavíkurvelli á í kvöld kl. 19:15. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir Grindavík til að koma sér nær toppbaráttunni í Lengjudeildinni.

💛 Gjáin opnar kl. 18.00 fyrir stuðningsmenn beggja liða þar sem hægt er að kaupa sér veitingar fyrir leik. Mætum snemma og tökum kvöldmatin á Grindavíkurvelli!

🍔 Hvetjum stuðningsmenn til að mæta fyrir leik og fá sér frábæran fótbolta hamborgara frá Kjötbúðinni á Grensásvegi. Boðið verður upp á þrjá tegundir af hamborgurum:
– Klassískur ostborgari
– Grindavíkurborgari með sultuðum rauðlauk
– Bernaiseborgari með sultuðum rauðlauk og bernaisesósu!
Borgari & Gos = 1.500 kr.-
Borgari & Öl = 2.000 kr.-

🏟 Inngangur á Grindavíkurvöll er við suðurenda vallarins, nær sjónum.

💸 Miðasala fer fram í appinu Stubbi en þar er hægt að kaupa miða á alla leiki í deildum KSÍ. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganga á gamla mátann. Miðaverð er 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 1.500 kr.- fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Frítt er fyrir börn 15 ára og yngri og eldri borgara, 67 ára og eldri.

📹 Leikurinn verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Aðgangur að útsendingunni kostar aðeins 5 dollara eða um 700 kr.- Ágóðinn af útsendingunni er notaður til að fjármagna tækjakaup hjá GrindavíkTV.

Sjáumst á Grindavíkurvelli og styðjum okkar lið til sigurs!

Áfram Grindavík!
💛💙