Aðalfundur KKD. UMFG verður haldinn þriðjudaginn 16. mars klukkan 20:00 í Gula húsinu við Austurveg. Dagskrá fundarins 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra 3. Kosning fundarritara 4. Skýrsla stjórnar – ársreikningur lagður fram til samþykktar 5. Tillaga stjórnar – frestun á kosningu stjórnar og nefnda þar til tímabili er lokið – aukaaðalfundur verður þá haldinn tveimur vikum eftir síðasta leik meistaraflokksliðanna. …
Aðstöðumál í brennidepli á aðalfundi knattspyrnudeildar – Hagnaður á síðasta rekstrarári
Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram fimmtudaginn 25. febrúar síðastliðinn í Gula húsinu við Austurveg. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá og sem fyrr var Bjarni Andrésson fundarstjóri. Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar, fór fyrir merkilegt knattspyrnuár sem einkenndist að miklu leyti af heimsfaraldri. Gunnar Már hvatti bæjaryfirvöld í ræðu sinni til að hlúa betur að aðstöðu knattspyrnudeildarinnar: „Við höfum verið að …
Kelly Lyn ver mark Grindavíkur í sumar
Markvörðurinn Kelly Lyn O‘Brien hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. O‘Brien er 25 ára gömul og er ætlað stórt hlutverk í liði Grindavíkur í sumar. O‘Brien lék í Meistaradeild Evrópu í haust með Vllaznia frá Albaníu en hefur einnig leikið í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum. Hún lék með Lafayette háskólanum …
Kazembe Abif skrifar undir hjá Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur fengið nýjan erlendan leikmann til liðs við karlalið félagsins. Framherjinn Kazembe Abif mun leika með liðinu út leiktíðina og kemur hann til landsins á morgun, föstudag. Kazembe kemur frá Bandaríkjunum og er 29 ára gamall. Hann lék síðast í finnsku úrvalsdeildinni með Helsinki Seagulls og varð bikarmeistari með liðinu. Kazembe var þar með 9.2 stig að meðaltali …
Jannon Otto gengur til liðs við Grindavík
Kvennalið Grindavíkur í körfubolta hefur fengið góðan liðsstyrk því Jannon Jaye Otto mun leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar í 1. deild kvenna. Otto kemur frá Bandaríkjunum og er fjölhæfur leikmaður. Hún er 183 cm á hæð sem mun án efa hjálpa liðinu mikið inn í teignum. Otto er 24 ára gömul og ólst upp í Kaliforníu í …
Viktoría Ýr skrifar undir sinn fyrsta samning
Viktoría Ýr Elmarsdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með meistaraflokki kvenna næstu tvö keppnistímabil. Viktoría er 16 ára gömul og lék einn leik í fyrra fyrir Grindavík sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna. Viktoría er alin upp í Grindavík og hefur spilað upp alla yngri flokka með félaginu einnig hefur hún verið …
Vinningsnúmer í Happadrætti Þorrablóts UMFG 2021
Dregið var úr seldum miðum í Happadrætti UMFG í gærkvöldi. Fulltrúi sýslumanns var viðstaddur til að tryggja að allt færi löglega fram. Nýtt met var sett í ár en alls seldust yfir 2500 miðar og þökkum við Grindvíkingum og öðrum velunnurum kærlega fyrir stuðninginn! Vinningsnúmer í Happadrætti UMFG 2021 1. Þyrluferð fyrir tvo með Reykjavík helicopters – Geothermal Adventure 6733 …
Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga hefst kl. 20:00
Rafrænt Þorrablót Grindvíkinga verður haldið á morgun, laugardagskvöldið 20. febrúar. Kvöldið verður stútfullt af skemmtun og hafa Grindvíkingar verið hvattir til að taka kvöldið frá og hóa saman fólki í sinni þorrakúlu og hafa gaman saman. Ekki verður tekin greiðsla fyrir aðgang að streymi viðburðarins en þar sem að þorrablótið hefur verið ein af stærstu fjáröflunum boltadeilda UMFG síðustu ára vill …
Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 25. febrúar kl. 18:00 í Gula húsinu við Austurveg. Vegna 20 manna samkomutakmarkanna þarf að skrá sig til fundarins og er það gert í skráningarforminu hér að neðan eða með tölvupósti á umfg@centrum.is Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1) Fundarsetning 2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari 3) Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram. 4) Formaður félagsins …
Kanadískur framherji til liðs við Grindavík
Grindavík hefur samið við kanadíska framherjann Christabel Oduro sem mun leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Christabel er 28 ára gömul og á að baki 5 landsleiki með Kanada. Christabel er væntanleg til Íslands á næstu vikum og verður vonandi góður liðsstyrkur fyrir ungt lið Grindavíkur sem vann sig upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili eftir að hafa …