Æfingar liggja áfram niðri hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Við hjá Ungmennafélagi Grindavíkur bíðum þolinmóð eftir því að geta hafið æfingar á nýjan leik. Skólastarf hófst í morgun en það skal áréttað er að íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Núverandi reglugerð gildir til 15. apríl. Iðkendur á framhaldsskólaaldri og fullorðnir geta æft saman 10 í hóp …

Kristín leikur á ný með Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Kristín Anítudóttir McMillan hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2022. Kristín er 21 árs gömul og er að snúa á ný á knattspyrnuvöllinn eftir nokkurra ára fjarveru vegna meiðsla. Hún hefur alls leikið 46 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum og skorað í þeim þrjú mörk. Hún lék síðast með félaginu tímabilið 2017. „Það er …

Góð ferð hjá Júdódeild Grindavíkur til Akureyrar

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Júdódeild gerði góða ferð á Akureyri um þarsíðustu helgi þegar fagur hópur fangbragðakappa úr Grindavík tók þátt í vormóti yngri keppenda Júdósambands Íslands Það var Aron Snær Arnarsson, aðstoðarþjálfari deildarinnar, sem fór með hópnum sem þjálfari og fararstjóri og sagði hann júdófólkið hafa staðið sig frábærlega og verið félaginu til mikils sóma. Grindvíkingar lönduðu fernum verðlaunum á mótinu; einum gullverðlaunum …

Dion Acoff gengur til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur samið við bandaríska vængmanninn Dion Jeremy Acoff um að leika með félaginu í sumar í Lengjudeildinni í knattspyrnu. Samningurinn gildir út leiktíðina 2021 og er Dion nú þegar kominn til landsins. Knattspyrnuáhugamenn ættu margir að þekkja til Dion Acoff sem hefur leikið á Íslandi í nokkur ár. Hann varð meðal annars tvívegis Íslandsmeistari árin 2017 og 2018 með …

Æfinga- og keppnisbann næstu þrjár vikur

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Tilkynnt hefur verið um hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti 24. mars og gilda í 3 vikur.  Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. Allar skipulagðar æfingar hjá Ungmennafélagi Grindavíkur munu því liggja niðri næstu þrjár vikurnar eða þar …

Samstarfi Guðmundar Magnússonar og Grindavíkur lýkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Guðmundur Magnússon hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur Guðmundur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Samkomulagið er gert í góðri sátt á milli aðila og átti Guðmundur frumkvæðið að því að ljúka samstarfinu af persónulegum ástæðum. Guðmundur er 29 ára gamall framherji og lék 15 leiki í deild og bikar með Grindavík á síðustu …

Sigurbjörg framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Sigurbjörg Eiríksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil. Sigurbjörg er uppalin hjá Grindavík og lék með yngri flokkum félagsins. Sigurbjörg leikur í stöðu hægri bakvarðar og hefur leikið 30 leiki í deild og bikar á ferlinum. Hún lék 17 leiki með Grindavík á síðustu leiktíð sem fagnaði sigri í 2. deild …

Aðalfundur UMFG fer fram í lok apríl

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalstjórn UMFG ákvað á fundi sínum í gær að færa aðalfund félagsins, sem áformað var að halda fyrir páska, fram til loka aprílmánaðar. Ástæðan er sú að fundarsalur félagsins, Gjáin, er upptekinn um þessar mundir og nýttur sem daggæsla fyrir ung börn í Grindavík. Stefnt er að því að halda aðaldund UMFG í lok apríl um leið og fundarsalur UMFG …

Einhamar færir UMFG rútu að gjöf

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavíkur fékk sannarlega frábæra gjöf í dag þegar forsvarsfólk sjávarútvegsfyrirtækisins Einhamars Seafood færði félaginu að gjöf 22 manna Mercedes rútu sem hefur verið merkt UMFG. Um er að ræða frábæra gjöf sem mun nýtast öllu félaginu vel í keppnisferðir á vegum félagsins. Rútan hefur verið í eigu Einhamars í nokkur ár og stóð til að skipta henni út og …

Aðalfundur kkd. Grindavíkur fer fram 16. mars

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Aðalfundur KKD. UMFG verður haldinn þriðjudaginn 16. mars klukkan 20:00 í Gula húsinu við Austurveg. Dagskrá fundarins 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra 3. Kosning fundarritara 4. Skýrsla stjórnar – ársreikningur lagður fram til samþykktar 5. Tillaga stjórnar – frestun á kosningu stjórnar og nefnda þar til tímabili er lokið – aukaaðalfundur verður þá haldinn tveimur vikum eftir síðasta leik meistaraflokksliðanna. …