Hilmar Andrew McShane hefur endurnýjað samning sinn við Grindavík til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2022. Hilmar er einn af okkar uppöldu leikmönnum sem hefur leikið 25 leiki í deild og bikar með Grindavík, Keflavík og Njarðvík. Hilmar, sem er 21 árs, tók þátt í 11 leikjum í deild og bikar með Grindavík í sumar. Hann er mjög leikinn …
Grindvíkingar fjölmennir í liði ársins
Grindavík á þrjá fulltrúa í liði ársins í 2. deild kvenna sem tilkynnt var í dag. Birgitta Hallgrímsdóttir, Veronica Smeltzer og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir voru valdar í lið ársins. Það er fótbolti .net sem stendur að valinu. Ray Anthony Jónsson var valinn þjálfari ársins í deildinni: “Ray var að ljúka sínu þriðja tímabili sem þjálfari Grindavíkur. Hann gerði vel með …
Nemanja áfram í herbúðum Grindavíkur
Varnar- og miðjumaðurinn Nemanja Latinovic hefur gert nýjan tveggja ára samning við Grindavík. Nemó, sem er 25 ára gamall, er uppalinn leikmaður hjá Grindavík, fjölhæfur og getur leyst margar stöður í vörn og á miðju. Nemó hefur leikið allan sinn feril hjá Grindavík og alls leikið 41 leik í deild og bikar með félaginu og skorað 2 mörk. „Það er …
Aron Dagur til liðs við Grindavík
Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson er genginn til liðs við Grindavík og hefur skrifað undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Aron Dagur er 21 árs og kemur til liðsins frá KA þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokka. Aron Dagur hefur leikið 46 leiki í deild og bikar á ferli sínum með KA og á láni hjá …
Sigurjón framlengir við Grindavík til tveggja ára
Varnarmaðurinn Sigurjón Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika áfram með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Sigurjón er tvítugur og lék 19 leiki með Grindavík í deild og bikar í ár. Hann skoraði jafnframt tvö mörk í sumar. Sigurjón hefur þrátt fyrir ungan aldur fest sig í sessi sem einn af lykilleikmönnum Grindavíkur og leikur í hjarta …
Marinó Axel áfram hjá Grindavík
Marinó Axel Helgason hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík sem gildir til út keppnistímbilið 2022. Marinó er uppalinn hjá félaginu og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár. Hann leikur í hægri bakverði á 88 leiki með Grindavík í deild og bikar, og hefur skorað eitt mark. „Ég er afar glaður með að hafa skrifað undir nýjan samning …
Ray hættir með kvennalið Grindavíkur
Ray Anthony Jónsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík. Liðið sigraði á dögunum 2. deild kvenna og leikur því í Lengjudeildinni næsta sumar. Ray hefur þjálfað kvennalið Grindavíkur undanfarin þrjú keppnistímbil og hættir þjálfun liðsins að eigin ósk. „Árangur liðsins í sumar var mjög góður og markmið sumarsins náðits – að komast upp í Lengjudeildina á …
Fjórir uppaldir leikmenn semja við Grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur skrifað undir tveggja ára samning við fjóra af ungum og uppöldum leikmönnum Grindavíkur. Þetta eru þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Óliver Berg Sigurðsson, Símon Logi Thasaphong og Viktor Guðberg Hauksson. Allir hafa þeir komið við sögu í leikjum hjá Grindavík í sumar og eiga bjarta framtíð fyrir höndum hjá félaginu. Viktor Guðberg er tvítugur varnarmaður. Hann hefur …
Freyr Jónsson til liðs við Grindavík
Freyr Jónsson hefur skrifað undir samning við Grindavík til næstu tveggja ára. Freyr er 19 ára gamall og kemur frá Akureyri. Hann hefur leikið með KA upp yngri flokka og er miðjumaður að upplagi. Freyr er fluttur á höfuðborgarsvæðið, hefur æft með Grindavík síðustu vikur og staðið sig vel. Hann verður gjaldgengur með liðinu á næstu leiktíð og verður spennandi …
Vísir, Þorbjörn og Haustak áfram aðalstyrktaraðilar knattspyrnudeildar Grindavíkur
Sjávarútvegsfyrirtækin Haustak hf, Vísir hf. og Þorbjörn hf. munu áfram styðja af krafti við Knattspyrnudeild Grindavíkur en nýr styrktarsamningur var undirritaður í dag í húsakynnum knattspyrnudeildar Grindavíkur. Pétur Hafsteinn Pálsson frá Vísi hf. og Gunnar Tómasson frá Þorbirni hf. undirrituðu nýjan samning ásamt Gunnari Má Gunnarssyni, formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur. Samningurinn gildir til næstu tveggja ára. Þessi fyrirtæki hafa um árabil …
- Page 2 of 2
- 1
- 2