Áslaug Gyða endurnýjar samning sinn við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Áslaug Gyða Birgisdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Grindavíkur og mun leika með liðinu út keppnistímabilið 2022. Áslaug er tvítug að aldri en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 47 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum. Í sumar lék Áslaug 16 leiki með Grindavík í deild og bikar. Hún leikur í stöðu miðvarðar og myndaði …

Tiago Fernandes gengur til liðs við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við portúgalska leikmanninn Tiago Fernandes um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Tiago er 25 ára gamall miðjumaður sem lék við góðan orðstír hjá Fram tímabilin 2018 og 2019. Tiago hefur leikið 49 leiki í deild og bikar á Íslandi og skorað 6 mörk. Honum er ætlað stórt hlutverk á miðjunni hjá Grindavík á næstu leiktíð. …

Guðný Eva semur til tveggja ára

KnattspyrnaKnattspyrna

Guðný Eva Birgisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, hefur gert nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur til ársins 2022. Guðný hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin sumur en Grindavík fagnaði sigri í 2. deild kvenna í sumar. Guðný Eva er 23 ára gömul og hefur alla tíð leikið með Grindavík. Alls á hún að baki 117 leiki með Grindavík í deild og bikar. Guðný lék …

Sigurður Bjartur endurnýjar samning sinn við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Sigurður Bjartur Hallsson hefur endurnýjað samning sinn við Grindavík út tímabilið 2021. Sigurður Bjartur er 21 árs framherji og vængmaður sem er uppalinn hjá félaginu. Sigurður hefur leikið 44 leiki í deild og bikar með Grindavík og hefur skorað 11 mörk. Hann átti gott tímabil með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar og skoraði 8 mörk fyrir félagið og var markahæsti …

Gulir dagar í Jóa Útherja 7. til 14. desember

KnattspyrnaKnattspyrna

Hinir árlegu Gulu dagar vera í Jóa Útherja frá 7. -14. desember næstkomandi. Þar verður fatnaður fyrir iðkendur hjá knattspyrnudeild Grindavíkur á sérstöku tilboðsverði hjá Jóa Útherja í Hafnarfirði. Nýr keppnisbúningur verður tekin í notkun hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar núna eftir helgina sem er tilvalin í jólapakkann. Verða þá meistaraflokkar og yngri flokka í sama keppnisbúning út árið 2022. Hægt …

Aron Jóhannsson áfram hjá Grindavík til 2022

KnattspyrnaKnattspyrna

Aron Jóhannsson hefur gert nýjan samning við Grindavík til ársins 2022. Aron er 26 ára gamall miðjumaður og hefur leikið 67 leiki í deild og bikar með Grindavík á undanförnum þremur keppnistímabilum. Hann hefur skorað í 15 mörk fyrir Grindavík. „Það eru frábærar fréttir fyrir okkur í Grindavík að Aron hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu næstu tvö árin,“ …

Ævar Andri skrifar undir nýjan samning við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Ævar Andri Á. Öfjörð hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2022. Þessi 21 árs varnarmaður er uppalinn hjá félaginu og tók þátt í tveimur leikjum með Grindavík í sumar. Ævar leikur stöðu miðvarðar og var á láni hjá Víði í Garði tímabilið 2019. Hann hefur einnig leikið með GG. Ævar er í háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem …

Þorbjörg Jóna framlengir samning sinn við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Varnarmaðurinn Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með liðinu út tímabilið 2022. Þorbjörg hefur leikið með Grindavík undanfarin tvö tímabil og stóð sig frábærlega með liðinu í sumar sem fagnaði sigri í 2. deild kvenna. Þorbjörg Jóna var valin leikmaður ársins hjá Grindavík í sumar. Hún var í stóru hlutverki í vörn Grindavíkur …

Sigurjón og Þorbjörg valin best hjá knattspyrnudeildinni   

KnattspyrnaKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur verðlaunaði í gær þá leikmenn meistaraflokka félagsins sem stóðu upp úr hjá félaginu á keppnistímbilinu 2020. Sigurjón Rúnarsson og Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir voru valin best á Grindavík í ár. Það eru leikmenn, þjálfarar og stjórnarfólk sem kjósa um bestu leikmenn hjá hvoru liði fyrir sig. Sigurjón Rúnarsson lék 19 leiki með karlaliði Grindavíkur í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum í …

Samherji styrkir knattspyrnudeildina næstu árin

KnattspyrnaKnattspyrna

Samherji og Knattspyrnudeild Grindavíkur hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem gildir út árið 2022. Samherji hefur verið öflugur styrktaraðili íþrótta í Grindavík á síðustu árum en fyrirtækið hefur verið með töluverð umsvif í sveitarfélaginu í kringum laxeldi og aðra starfsemi. Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, og Hjalti Bogason, rekstrarstjóri hjá Samherja í Grindavík, undirrituðu nýjan samninga í vikunni. …