Töltmót Brimfaxa verður haldið föstudaginn 20. maí og hefst kl. 18:00. Keppt verður í tölti (T7) í þessari röð: Pollaflokkur (teymdir og sýna sjálf), barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, kvennaflokkur og karlaflokkur. Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin í öllum flokkum nema í pollalfokkum en þar fá allir verðlaun. Þáttökugjald er 1500 kr. í kvenna- og karlaflokk en frítt í yngri …
Spænskur framherji til Grindavíkur
Grindvíkingar hafa fengið liðstyrk fyrir baráttuna í Inkasso-deildinni í sumar en spænski framherjinn Juan Manuel Ortiz hefur gert samning við liðið. Juan þessi er 29 ára gamall og spilaði síðast með Socuéllamos í spænsku C-deildinni. Þar áður spilaði hann með Villarrobledo í D-deildinni þar sem hann skoraði 25 mörk í 30 leikjum. Fótbolti.net greindi frá: „Grindvíkingar hafa fengið spænska framherjann Juan …
Lokahóf körfuknattleiksdeildar – Jón Axel og Sigrún Sjöfn best
Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið með glæsibrag í Gjánni laugardagskvöldið 30. apríl. Kvöldið var glæsilegt að vanda. Njarðvíkurinn Örvar Þór Kristjánsson var með veislustjórn á sínum höndum og leysti það verkefni af sinni alkunnu snilld. Þá töfraði Bjarni Ólasson, sennilega betur þekktur sem Bíbbinn, fram dýrinds lambasteik sem enginn annar en meistarakokkurinn Geiri skar niður. Þau Jón Axel Guðmundsson og …
Grindavík í 32-liða úrslit Borgunarbikarsins
Grindavík er komið í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 0-1 sigur á liði Arnarins en leikið var í Kórnum. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu og hefur því skorað 2 mörk í jafn mörgum leikjum í upphafi tímabilsins.
Valsmenn kalla Anton Ara til baka úr láni
Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í Inkasso deildinni en markvörður liðsins, Anton Ari Einarsson, var í gær kallaður til baka úr láni af Valsmönnum vegna meiðsla Ingvars Kale. Hinn 19 ára Anton Ingi Jóhannsson mun því væntanlega verja mark Grindavíkur í kvöld í bikarleiknum gegn Erninum. Eins og kunnugt er þá er aðalmarkvörður liðsins, Maciej Majewski, með slitna hásin og …
Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á Fjölni
Grindavíkurkonur hófu knattspyrnusumarið með stæl í gær þegar þær lögðu Fjölni að velli í Borgunarbikarnum, 0-2. Mörkin létu eitthvað á sér standa en á 77. mínútu skoraði Anna Þórunn Guðmundsdóttir fyrirliði mark og Marjani Hing-Glover kláraði svo dæmið á 88. mínútu og góður sigur í höfn. Grindavík er því komið áfram en þær mæta Aftureldingu á útivelli í næstu umferð …
Þriðji flokkur drengja selur álfinn í dag og á morgun
Álfasala SÁÁ, Álfurinn fyrir unga fólkið, hefst með formlegum hætti í dag. Álfurinn er eitt umfangsmesta fjáröflunarverkefni landsins en salan hér í Grindavík er í höndum 3. flokks drengja í knattspyrnu. Drengirnir munu ganga í hús í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag og verða á ferðinni eftir kl. 18:00. Álfurinn kostar 2.000 kr en sölumennirnir verða vandlega merktir og …
Grindavík opnaði knattspyrnusumarið með sigri
Grindvíkingar ákváðu að breyta útaf vananum og tóku sig til og unnu fyrsta leik Íslandsmótsins sem fram fór á föstudaginn, en slíkt gerist ekki á hverju sumri. Grindavík tók á móti Haukum í hörkuleik og lentu undir snemma leiks en komu sterkir til baka og unnu að lokum góðan sigur, 3-2. Mörk Grindavíkur skoruðu þeir Alexander Veigar Þórarinsson, Hákon Ívar …
Grindavík Íslandsmeistarar í 9. fl. kvenna
Þrátt fyrir að enginn Íslandsmeistaratitill hafi komið í hús í meistaraflokki þetta árið hafa titlarnir engu að síður sópast til Grindavíkur undanfarnar helgar, og varð engin breyting þar á um helgina. Stelpurnar í 9. flokki kvenna tryggðu sér titilinn um helgina með mögnuðum sigri á erkifjendunum úr Keflavík, 42-41. Snillingurinn Jón Björn Ólafsson hjá karfan.is mætti á leikinn og skrifaði …
Stangarskotið 2016 er komið á netið
Stangarskotið, fréttablað knattspyrnudeildar UMFG, var borið út í hús fyrir helgi og er nú komið á netið. Blaðið er að vanda stútfullt af efni á 28 blaðsíðum en á meðal efnis eru leikmannakynningar, keppnisdagatöl sumarsins og fjölmargar skemmtilegar greinar og viðtöl. Rafrænt eintak af blaðinu má nálgast hér að neðan. Stangarskotið 2016 – PDF