Grindavík í 32-liða úrslit Borgunarbikarsins

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er komið í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 0-1 sigur á liði Arnarins en leikið var í Kórnum. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu og hefur því skorað 2 mörk í jafn mörgum leikjum í upphafi tímabilsins.