Flottur árangur var á fyrsta hluta Gullmóts KR þar sem allir voru að bæta tíma sína verulega. Öll úrslit er hægt að finna Hérna um leið og riðlarnir klárast
Öflugt starf sjálfboðaliða
Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir árið 2010 var haldinn í gærkvöld. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: ,,Aðalfundurinn skorar á bæjaryfirvöld að ráðast sem fyrst í að reisa búnings- og félagsaðstöðu við Hópið og stúkuna. Minnt er á að 50% endurgreiðsla virðisauka af vinnu við íþrótta- og skólamannvirki gildir út þetta ár. Knattspyrnudeildin er tilbúin til þess að gera samning við Grindavíkurbæ …
Gjafmildir Grindvíkingar!
Grindvíkingar færðu Snæfellingum sigur á silfurfati í kvöld í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Express deild karla. Eftir hörmulegan fyrri hálfleik, rúlluðu Grindvíkingar yfir Snæfellinga í seinni hálfleik en gleymdu sér á óskiljanlegan hátt á lokamínútunum og Snæfellingar stálu sigrinum! Ég hafði á tilfinningunni í upphafi leiks að Grindavík mynd vinna sannfærandi sigur í leiknum en sú tilfinning breyttist fljótlega …
Nýr leikmaður:Mladen Sokic
Meistaraflokkur karla í körfuknattleik hefur fengið liðstyrk frá Serbíu í Mladen Sokic. Sokic er 202 cm frá Serbíu og getur spilað sem bakvörður og framherji. Grindavík er því komið með þrjá erlenda leikmenn því fyrir eru Kevin Simms sem kom á dögunum og hinn vinsæli Ryan Pettinella. Næsti leikur hjá Grindavík er toppbaráttuleikurinn gegn Snæfell í kvöld þar sem allir …
Tékkneskur framherji til Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við tékkneska framherjann Michal Pospisil til næstu tveggja ára. Hann hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu og skoraði m.a. í tvígang í æfingaleik gegn Stjörnunni um helgina. Pospisil er 31 árs og reynslumikill framherji sem hefur leikið í efstu deild í þremur löndum. Hann hefur leikið 186 leiki í efstu deild í Tékklandi …
Ert ÞÚ að fara á leik í enska boltanum??
Laugardaginn 12. febrúar fer af stað hópleikur hjá getraunaþjónustu knattspyrnudeildar UMFG. Leikreglur eru einfaldar og allir geta verið með, leikurinn stendur í 12 vikur en 10 bestu vikurnar hjá hverjum hóp gilda. Eina sem þú þarft að gera er að koma upp í Gula Hús milli kl 11 og 14 á laugardögum og tippa á leiki helgarinnar en lágmarksupphæð seðilsins er 512 kr. …
Opin vinaæfing
í dag var hjá sunddeildinni vinaæfing þar sem iðkendur buðu vinum sínum á æfingu þar sem var farið í nokkra skemmtilega sundleiki og endað á pottinum þar sem yfir 50 krakkar á öllum aldri fylltu heitapottinn. eftir æfinguna var farið í Hópsskóla þar sem boðið var uppá pizzur og horft á eina bíómynd. Myndir koma inn við fyrsta tækifæri.
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Aðalfundur knattspyrnudeildar fer fram á morgun, fimmtudag, í gula húsi klukkan 20:00 Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Allir velkomnir.
Grindavík-Snæfell
Bæði karla og kvenna lið Grindavíkur taka á móti Snæfell í þessari viku í Iceland Express deildum liðanna. Stelpurnar spila í kvöld klukkan 19.15, en strákarnir á fimmtudag auðvitað klukkan 19.15. Stelpurnar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, þær þurfa virkilega sigur í þessum leik svo að þær haldi sér uppi. Strákarnir aftur …
Gullmót KR Keppendalistar ofl
Eins og kom fram í pósti frá Magga þá er gullmót KR um helgina og er ég búinn að finna tímasetningar og keppendalista. til upplýsinga fyrir þá sem eru ekki vanir að fara á sundmót í skjálinu frá Magga er númer skrifað t.d. svona #8 fyrir framan nafn keppanda og það er númerið á greininni t.d er #8 50m Bringusund …