Grindavík-Snæfell

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

 

Bæði karla og kvenna lið Grindavíkur taka á móti Snæfell í þessari viku í Iceland Express deildum liðanna.

 

 

Stelpurnar spila í kvöld klukkan 19.15, en strákarnir á fimmtudag auðvitað klukkan 19.15.

 

Stelpurnar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, þær þurfa virkilega sigur í þessum leik svo að þær haldi sér uppi.

 

Strákarnir aftur á móti eru í bullandi toppbaráttu, ef þeir vinna Snæfellinga eru þeir komnir upp að hlið Hólmara á topp deildarinnar.

 

Áfram Grindavík!