Gjafmildir Grindvíkingar!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvíkingar færðu Snæfellingum sigur á silfurfati í kvöld

í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Express deild karla.  Eftir hörmulegan fyrri hálfleik, rúlluðu Grindvíkingar yfir Snæfellinga í seinni hálfleik en gleymdu sér á óskiljanlegan hátt á lokamínútunum og Snæfellingar stálu sigrinum!

Ég hafði á tilfinningunni í upphafi leiks að Grindavík mynd vinna sannfærandi sigur í leiknum en sú tilfinning breyttist fljótlega í fyrri hálfleik en eftir að leikar jöfnuðust um miðjan 1.leikhluta þá hættu Grindvíkingar að spila vörn og Snæfellingar röðuðu hverjum þristinum niður á fætur öðrum.   Ég bara hreinlega skil ekki hvernig við getum ekki varist svona löguðu….!!  Á ekki að vera hægt að taka langskot frá liðum??  Vissulega eru sett upp leikkerfi og menn skrína fyrir hvorn annan, en hlýtur ekki að vera hægt að verjast þessu??  Ekki var það alla vega hægt í fyrri hálfleik og heil 15 stig skyldu liðin í hálfleik, 38-53.  53 stig fengin á sig segir alla sólarsöguna í fyrri hálfleik!

Mínir menn svöruðu spurningu minni hér frá því rétt áðan í upphafi seinni hálfleiks en Snæfellingum tókst ekki að skora fyrr en heilar 5 mínútur voru liðnar af hálfleiknum!  Þvílík vörn og eins og við manninn mælt þá fylgdi sóknin með.  Við skoruðum fyrstu 16 stig seinni hálfleiks og komumst yfir!  Jafnt var á flestum tölum til loka 3.fjórðungs og leiddur Hólmarar eftir hann, 67-68.  Okkar menn komu sterkir til leiks í 4.leikhluta og þegar skammt lifði leiks þá fór ég að gæla við að við myndum næla okkur í efsta sætið í deildinni því með 9 stiga sigri hefðum við knúið fram betri innbyrðisstöðu gegn Snæfelli.  7 stigum yfir og við að mínu mati að rúlla Snæfelli upp því þeir gátu ómögulega fundið körfuna okkar, komst Ómar í gott færi á að auka muninn í 9 stig en boltinn rúllaði af hringnum.  3-stiga körfu var smellt í andlitið á okkur í staðinn!  Í stöðunni 82-74 tók Snæfell leikhlé og það var eins og okkar menn hefðu verið í hugleiðslu í leikhléinu því þeir gleymdu flestir að dekka sína menn og Snæfellingar fengu galopið 3-stiga skot!!  Óskiljanleg mistök hjá reyndum leikmönnum!  Fát kom á sóknarleikinn og til að gera langa sögu stutta þá höfðu Snæfelllingar sett 3 3-stiga körfur í viðbót niður og voru komnir yfir, 84-86!!!!  Sean Burton setti 2 víti niður en Ryan svaraði að bragði og ennþá munaði bara 2 stigum og rúm skotklukka eftir en rétt áður en skotklukkan rann út komst Sean í færi og Kevin braut á honum og Sean setti bæði víti örugglega niður!!!  Paxel reyndi örvæntingar 3-stiga skot í lokin sem geigaði og úrslit leiksins ljós, Snæfellssigur!!!!!  Arg!!!

Þetta var verulega dýrt tap upp á stöðu í deildinni en nú þurfa Hólmarar að tapa 3 leikjum fleiri en við en þeir eiga þessi lið eftir:  ÍR (h), Haukar (h), Stjarnan (ú),  Hamar (h), KR, (ú).  Á sama tíma er þetta okkar prógramm:  Stjarnan (ú),  Hamar (h), KR (ú), Fjölnir (h), Keflavík (h).  Nokkuð ljóst að við eigum mun erfiðara prógramm eftir en Snæfell svo allt þarf að ganga upp.  Til gamans þá læt ég hér fylgja prógrömm KR og Keflavíkur,

KR:  Njarðvík (ú), KFÍ (h), Tindastóll (ú), Grindavík (h), ÍR (ú), Snæfell (h).

Keflavík: Haukar (ú), Njarðvík (ú), KFÍ (h), Tindastóll (ú), Grindavík (h)

Nægur tími til að velta sér upp úr lokaumferðunum en samt gaman að spá aðeins í þetta núna.

Einhvern tíma hefði maður verið lengur að jafna sig á svona svekkjandi tapi eins og í kvöld en ég næ einfaldlega að hugga mig við hugsunina um hvernig við spiluðum á meðan hausinn var rétt skrúfaður á.  Á þeim tíma áttu Snæfellingar einfaldlega ekki roð í okkur!  Vissulega vantaði þeim sterkan póst í sitt lið, Ryan Amoroso en ekki er svo langt síðan við fengum nýjan leikstjórnanda og í dag lék með okkur virkilega spennandi leikmaður, Mladen Soskic (sjá mynd) en hann labbaði út úr Leifsstöð tæplega 15:00 í dag!!  Kappinn náði sem sagt ekki einni æfingu með liðinu og var auk þess væntanlega dasaður eftir ferðalagið frá Serbíu í gær.  Það er því ljóst í mínum huga að liðið á heilan helling inni og eigum við klárlega að vera með mannskap til að gera atlögu að þeim titlum sem eru ennþá í boði.  Málið er bara að halda þessari blessuðu einbeitingu og baráttu ALLAN TÍMANN!!!

Ekki þarf að fjölyrða um hver okkar besti maður var í kvöld!  Ryan Pettinella var með sannkallaða tröllatvennu með 35 stig og 20 fráköst.  Ótrúlegt oft á tíðum hvað Snæfellingar fengu að hanga í honum án þess að fá dæmda á sig villu.  Tek skýrt fram að ég kenni annars ágætum dómurum leiksins, ekki um tapið!  Frábært að sjá Ryan setja vítin sín niður af meira öryggi en áður en í kvöld setti hann 5/8 vítum sínum niður og öll litu þau bara ansi vel út hjá honum sem er mikil framför frá því sem var!

Kevin byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði 10 stig í upphafi leiks en síðan nánast ekki sögunnar meir fyrr en í lokafjórðungnum.  Mér finnst hann alltaf geta miklu meira en hann gerir en ljóst að hér er um frábæran leikmann að ræða sem á aðeins eftir að verða betri.

Enginn annar komst í 2-stafa skorun sem er ansi ótrúlegt á okkar mælikvarða!  Paxel hitti heldur betur ekki á fjölina sína í kvöld og geiguðu öll 7 3-stiga skot hans!  Ansi óvenjuleg sjón. 

Talandi um 3-stiga skot þá náðum við þeim vafasama árangri að hitta einungis úr 2/24 3-stiga skotum okkarí leiknum!!!  Og við gáfum samt leikinn frá okkur á lokamínútunum!!!!

Ég er ekkert að minnast á fleiri leikmenn í þessum leik.  Upp úr stendur að við gáfum leikinn frá okkur og það er ótrúlegt þegar maður hugsar til þess að við spiluðum enga vörn í seinni hálfleik og síðustu 3 mínúturnar og hittum einungis úr 2 af 24 3-stiga skotum okkar…..  Getum við því ekki bara litið björtum augum á framtíðina m.v. að við hittum oftar en ekki á BARA eðlilegan skotdag hjá okkur??

Áfram Grindavík!