Nágrannaslagur af bestu gerð

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Það verður sannkallaður risa nágrannaslagur mánudagskvöld þegar Grindavík og Keflavík mætast á Grindavíkurvelli kl. 19:15. Undanfarin tvö ár hafa vel á annað þúsund manns mætt á völlinn og stemmningin verið frábær. Í hálfleik skrifa knattspyrnudeild Grindavíkur og Landsbankinn undir nýjan samstarfssamning sem m.a. felur í sér að Landsbankinn afsalar sér auglýsingu á búning Grindavíkurliðsins en býður félaginu að velja sér …

Leikskrá og dagatal fótboltans kemur út í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur kemur út í dag og verður henni dreift í öll hús. Leikskrána má jafnframt skoða hér á vefnum. Leikskráin er 48 blaðsíður stútfull af skemmtilegu efni sem tengist fótboltanum í bænum. Jafnframt verður dagatali knattspyrnudeildarinnar dreift með Leikskránni. Á meðal efnis í leikskránni er ítarlegt viðtal við Ray Anthony Jónsson sem upplifði mikið ævintýri þegar hann lék …

Stelpurnar byrja á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Pepsi deild kvenna byrjar á morgun, laugardag. Fyrsti leikur Grindavíkur er gegn markföldum Íslandsmeisturum Vals og fer leikurinn fram á Hlíðarenda klukkan 14:00

Tap í Kópavogi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tapaði fyrir Íslandsmeisturunum í kvöld 2-1   Ólafur Örn stillti upp nokkuð breyttu liði frá Valsleiknum bæði þar sem Ray, Robert Winters, Magnús og Guðmundur Andri komu inn í liðið.Jack Giddens var í marki, bræðurnir Ólafur og Guðmundur hafsentar, Ray og Alexander bakverðir.Miðjan var stillt upp í tígul af fjórum spöðum þeim Jóhanni sem var aftastur, Jamie og Orri …

Aðalfundur UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins við Grunnskólann 23.maí næstkomandi Fundurinn hefst klukkan 20.00 og verður dagskráin auglýst nánanar síðar.

Breiðablik-Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sækir Íslandsmeistarana heim í kvöld Leikið verður á Kópavogsvelli og hefst leikurinn klukkan 19:15 Eftir sigurinn á Fylki í fyrstu umferð var tekin saman tölfræðin fyrir leiki Grindavíkur í Kópavogi frá aldamótum. Sést þar að Grindavík hefur spilað 8 leiki í Kópavoginum og sigrað 7 af þeim.  Þannig að tölfræðin er með okkur en hún gefur ekkert þegar boltinn …

Dregið í Ofurhappdrætti fótboltans

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Dregið var í Ofurhappdrætti knattspyrnudeildar UMFG í hálfleik á leik Grindavíkur og Vals, að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Vinninga er hægt að vitja gegn framvísun miða í Gulahúsinu.  Eftirtalin númer voru dregin út: 1. Nr 1079…….Ferðavinningur frá Úrval Útsýn að upphæð 500.000.2. Nr 1105…….Ferðavinningur frá Úrval Útsýn að upphæð 150.000.3. Nr 867………Ferðavinningur frá Úrval Útsýn að upphæð 100.0004. Nr 48………..Ferðavinningur á …

Grindavík mætir KA

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Dregið var í hádeginu í 32 liða úrslitum Valitor bikarsins Grindavík var síðasta liðið sem drógst upp úr pottinum og mæta því KA fyrir norðan.  Leikið verður annaðhvort 25. eða 26. maí. Liðin mættust einnig í fyrra þar sem KA sló út Grindavík eftir vítakeppni og eigum við því harma að hefna.

Eyjólfur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksþingið fór fram á Sauðárkróki um helgina og var Eyjólfur Guðlaugsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ að því tilefni. Viðurkenningin er veitt fyrir störf í þágu körfuboltans í gegnum árin.  Guðbjörg Norðfjörð var einnig sæmd Silfurmerkinu og er myndin hér að ofan af þeim ásamt Hafsteini Pálssyni, stjórnarmanni í ÍSÍ, sem veitti viðurkenninguna. Á körfuknattleiksþinginu var einnig kosið í stjórn KKÍ þar …

Samningur við Eimskip

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Eimskip skrifuðu undir nýjan samstarfssamning í hálfleik á leik Grindavíkur og Vals í gærkvöldi. Eimskip er einn öflugasti samstarfsaðili fótboltans í Grindavík og lýsti Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar, yfir mikilli ánægju með samninginn. Eimskip er umfangsmikið í útflutningi fyrir sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík. Á myndinni eru Þorsteinn og Brynjar Viggósson frá Eimskip.