Eyjólfur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksþingið fór fram á Sauðárkróki um helgina og var Eyjólfur Guðlaugsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ að því tilefni.

Viðurkenningin er veitt fyrir störf í þágu körfuboltans í gegnum árin.  Guðbjörg Norðfjörð var einnig sæmd Silfurmerkinu og er myndin hér að ofan af þeim ásamt Hafsteini Pálssyni, stjórnarmanni í ÍSÍ, sem veitti viðurkenninguna.

Á körfuknattleiksþinginu var einnig kosið í stjórn KKÍ þar sem Eyjólfur hlaut kosningu.