Kræktu í brons á Reykjavík International Games um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þeir Guðjón Sveinsson og Sigurpáll Albertsson kepptu fyrir hönd Grindavíkur á Reykjavík International Games um helgina. Þar var aðeins keppt í fullorðinsflokki (15+) og Guðjón og Sigurpáll báðir á pall en þeir unnu brons í sínum þyngdarflokkum. Guðjón Sveinsson fékk brons í -66 kg flokki þar sem voru 5 keppendur. Hann vann tvær glímur, aðra á fastataki en hina á …

Stelpurnar úr leik í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík er úr leik í bikarkeppni kvenna eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í 8 liða úrslitum um helgina með 13 stiga mun, 66-53. Bæði lið leika í B-deildinni og því voru nokkur vonbrigði hjá stelpunum að tapa þessum leik. Leikurinn var í járnum framan af. Stjarnan hafði 3ja stiga forskot eftir 1. leikhluta og 5 stiga forskot í háfleik. …

Lokaskýrsla vinnuhóps vegna framtíðar uppbyggingu íþróttamannvirkja

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram lokaskýrsla vinnuhóps vegna framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík. Bæjarráð vísaði tillögunum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Fram kemur að í allri vinnu var horft til þeirra krafna sem bæjarstjórn setti vinnuhópnum í upphafi. Forsendur Á fundi bæjarstjórnar 28. sept. sl. voru eftirfarandi forsendur settar nefndinni:Að sameina inngang og afgreiðslu íþróttahúss og sundlaugar með það …

Sunneva stóðsig vel á Reykjavík International Games

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Sunneva var nálægt úrslitum. Sunddeild UMFG átti einn fulltrúa á Reykjavík International Games um helgina þar keppti Sunneva Jóhannsdóttir fyrir UMFG. Sunneva var að standa sig vel og bætti sína tíma í 50  metra laug og var nálægt því að komast í úrslit. Sunneva synti 50m og 100m flugsund.  

Reykjavíkurleikarnir 2012

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

2 keppendur frá Grindavík á RIG 2012 í júdó. Þeir Guðjón Sveinsson og Sigurpáll Albertsson kepptu fyrir hönd Grindavíkur á Reykjavík International Games. Þar var aðeins keppt í fullorðinsflokki (15+)   Guðjón Sveinsson fékk brons í -66kg flokki Sigurpáll Albertsson fékk brons í -90kg flokki   Guðjón var í -66kg flokknum þar sem voru 5 keppendur. Hann vann tvær glímur, …

Björn Steinar hetja Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Björn Steinar Brynjólfsson var hetja Grindvíkinga þegar okkar menn lögðu Keflavíkinga að velli með eins stigs mun, 86-85, í æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í körfubolta í sláturhúsi Keflavíkinga. Björn Steinar setti niður þriggja stiga körfu sex sekúndum fyrir leiksleik og tryggði Grindavík sigurinn. Grindavík tefldi fram Ryan Pettinella á ný en hann á greinilega nokkuð í land með að …

Öflugur framherji á leið til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Enski sóknarmaðurinn Tomi Ameobi mun að öllum líkindum semja við Grindvíkinga um að leika með þeim í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar, en umboðsmaður hans sagði á Twitter í gærkvöld að væntanlega yrði gengið frá því í dag. Ameobi lék með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni síðasta sumar, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, núverandi þjálfara Grindvíkinga. Hann var markahæsti leikmaður liðsins og …

Nágrannaslagur í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður nágrannaslagur af bestu gerð þegar Grindavík sækir Keflavík heim í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld kl. 19:15. Þetta verður jafnframt fyrsti leikur Ryans Pettinella með Grindavíkurliðnu. Fulltrúi körfuboltans vísar því á bug að faðir Pettinella, sem er bandarískur viðskiptajöfur, hafi greitt götu hans til Íslands. „Fyrst skal það tekið fram að sögusagnir þess efnis að pabbi Ryans …

Jí ha!!!!!!!!!!!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Björn Steinar tryggði okkur glæsilegan sigur með 3. stiga skoti þegar skammt lifði leiks á móti Keflavík á útivelli í kvöld og þar með höfum við 3. leikja forystu í deildinni, þökk sé flottum sigri Bárðar Eyþórssonar og lærisveina hans í Tindastóli á móti Stjörnunni á útivelli! Af live stat-inu að dæma var þessi leikur hnífjafn allan tímann fyrir utan …

Borga ekki krónu fyrir Pettinella

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar hafa fengið góðan liðsauka því Ryan Pettinella mun leika með liðinu út tímabilið eins og lesa má um hér. Það vekur athygli að Grindvíkingar þurfa ekki að greiða krónu fyrir þjónustu Pettinella en nýverið kom fjársterkur aðili að máli við körfuknattleiksdeildina og bauðst til þess að bjóða Grindvíkingum leikmanninn að kostnaðarlausu. Grindvíkingar eru nú þegar líklega með sterkasta lið deildarinnar …