Mikið um að vera í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Leikur Grindavíkur við Tindastól í úrvalsdeild karla í körfubolta hefur verið færður fram um einn dag. Leikurinn verður spilaður á morgun fimmtudaginn 9. febrúar. Leikurinn er eins og allir aðrir mikilvægur í baráttu strákanna í að tryggja sér efsta sæti deildarinnar. Tindastólsmenn eru með hörku lið og tryggðu sér um liðna helgi í úrslit bikarsins. Ljóst er að mikil barátta verður …

Mikið um að vera á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Leikur okkar manna við Tindastól hefur verið færður fram um einn dag. Leikurinn verður spilaður fimmtudaginn 9.feb í stað föstudagsins 10 feb. Leikurinn er eins og allir aðrir mikilvægur í baráttu strákanna í að tryggja sér efsta sæti I-Ex deildarinnar. Tindastólsmenn eru með hörku lið og tryggðu sér um liðna helgi í úrslit bikarsins. Ljóst er að mikil barátta verður …

Bullock valinn besti leikmaður 14. umferðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Karfan.is hefur valið J´Nathan Bullock leikmann Grindavíkur sem besta leikmann 14. umferðar. Þessi útnefning ætti svo sem ekki að koma á óvart, J´Nathan Bullock gerði 51 stig í fjórtándu umferð þegar Grindavík vann magnaðan spennusigur á ÍR með flautukörfu.  Bullock var einnig valinn besti leikmaður 12. umferðar. Kappinn setti framlagsmet í deildinni með 53 í framlag en hann tók líka …

Bullock leikmaður 14. umferðar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

J’Nathan Bullock var að sjálfsögðu kjörinn leikmaður 14. umferðar Iceland Express deildar karla hjá karfan.is Bullock fær því nafnbótina Gatorade leikmaður umferðarinnar.  53 framlagsstigin sem hann fékk fyrir leikinn gegn ÍR er það mesta sem nokkur leikmaður hefur fengið á tímabilinu.  Stigin fékk hann fyrir 51 skoruð stig, 14 fráköst. Þess má geta að Bullock var einnig kjörinn Gatorade leikmaður …

Grindavík í 3. sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík varð í 3. sæti á Fótbolta.net mótinu í knattspyrnu eftir að hafa unnið FH í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum sjálfum lyktaði með jafntefli 1-1. Magnús Björgvinsson skoraði mark Grindavíkur en Óskar Pétursson markvörður Grindavíkur varði þrjár vítaspyrnur FH-inga í vítakeppninni. Grindavík var einum leikmanni fleiri frá 20. mínútu þegar Pétur Viðarsson FH-ingur var rekinn af velli. Vítaspyrnukeppnin: 0-0 Ólafur Örn …

Lasse Qvist semur líklega við Grindavík í vikunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Samkvæmt vefsíðunni bold.dk er líklegt að sóknarmaðurinn Lasse Qvist verði orðinn leikmaður Grindavíkur á næstu dögum. Hann hefur fengið munnlegt tilboð frá félaginu og vonast til að fá það skriflegt í dag eða á morgun. Qvist segir að sér lítist nokkuð vel á tiboðið en þá séu einhverjir hlutir sem hann vilji hafa aðeins öðruvísi. Lasse er 25 ára gamall …

Frestaður aðalfundur knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Vegna óviðráðnalegra orsaka frestast framhaldsaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG til fimmtudagssins 16 febrúar nk kl 20:00 Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Fundarsetning.2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga vegna ársins 2011.3. Reikningar teknir til umræðu og samþykktir.4. Önnur mál.5. Fundi slitið. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG.  

Bullock með 51 stig!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Á tíma leit þannig út að aðeins einn maður væri á vellinum. J’Nathan Bullock leikmaður Grindavíkurliðsins fór hamförum þegar Grindavík lagði ÍR að velli með eins stigs mun, 90-89. Bullock skoraði 51 stig og hirti 14 fráköst en það var Giordan Watson sem reyndist hetja okkar manna þegar hann skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins. Páll Axel Vilbergsson átti góða …

Milan Stefán Jankovic á UEFA Pro námskeið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga, mun á mánudag fara til Sarajevo í Bosníu/Herzegóvínu þar sem hann fer á námskeið til að fá UEFA Pro þjálfaragráðuna. Milan Stefán verður ytra í tvær vikur en hann mun fara nokkrum sinnum á námskeið næstu mánuðina.  ,,Þetta tekur 18 mánuði. Ég fer þrisvar á þessu ári og tvisvar á næsta ári,” sagði Milan Stefán …

ÍR 89 – Grindavík 90

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði ÍR í 14. umferð Iceland Express deildarinnar í gær. Heimamenn í ÍR voru yfir nær allan leikinn en það eru stigin í lok leiks sem gilda.  Grindavík er þar með búið að vinna 13 af 14 leikjum í deildinni og eru með gott forskot í efsta sæti. J’Nathan Bullock átti sannkallaðan stórleik þar sem hann skoraði 51 stig …