Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valinn í U17 ára landslið kvenna í knattspyrnu er heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli EM. Leikirnir fara fram dagana 13. – 18. apríl en auk heimastúlkna leika í riðlinum England og Sviss. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Englandi, föstudaginn 13. apríl. Gjaldgengar í þessum landsliðshóp eru leikmenn fæddir 1995 en Ingibjörg …
Pape með þrennu gegn Hetti
Grindvíkingar unnu Hött örugglega 4-1 í riðli þrjú í Lengjubikarnum í gær en leikið var í Reykjaneshöllinni. Grindvíkingar komust í 2-0 með tveimur mörkum á stuttum kafla um miðbik fyrri hálfleiks og Pape Mamadou Faye bætti síðan við þriðja markinu og öðru marki sínu rétt fyrir leikhlé. Pape innsiglaði síðan þrennu sína í síðari hálfleiknum áður en Högni Helgason náði …
Helgi Jónas – Breiddin skipti sköpum
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, fagnaði því gærkvöld að vera kominn í aðra umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik, en þangað komust Grindvíkingar með því að leggja Njarðvíkinga að velli öðru sinni í fyrstu umferðinni. Sjónvarpsviðtal sport.is við Helga Jónas má sjá hér.
Leikur nr. 2 í Njarðvík í kvöld
Leikur nr. 2 í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar fer fram í kvöld í Njarðvík og hefst kl. 19:15. Kannski verður þetta síðasti leikur Njarðvíkur fyrir sumarfrí en Grindavík tryggir sig í undanúrslitin með sigri. M.v. síðustu 2 leiki á milli þessara liða er líklegra en ekki að sú verði raunin….. Það var aldrei nokkur einasta spurning um útkomuna í …
Komnir í undanúrslit eftir sigur á flottu liði Njarðvíkinga
Grindavík vann Njarðvík í kvöld öðru sinni og þar með rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar, 87-76. Þessi munur gefur kannski ekki alveg rétta mynd því liðin voru jöfn eftir 3 leikhluta en þá kom væntanlega reynsla og okkar breidd til sögunnar og við sigldum fram úr í lokaleikhlutanum og erum þ.a.l. loksins komnir í gegnum 8-liða …
Grindavík 4 – Höttur 1
Grindavík tók á móti Hetti í sjöundu umferð Lengjubikarsins í Reykjaneshöll í dag. Gömul keppa úr Grindavík, Eysteinn Húni Hauksson, stýrir liði Hattar sem fór upp um deild síðasta sumar og var þetta fyrsti leikur sem Eysteinn stýrir á móti sínu gamla félagi. Leikurinn var síðasti hjá Grindavík í Lengjubikarnum en nokkur stígandi hefur verið í síðustu leikjum, unnu Val …
Vel gert strákar! Sannfærandi sigur í fyrsta leik
Grindavík hafði betur gegn Njarðvík 94-67 í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöld og eins og tölurnar bera með sér var sigurinn sannfærandi og sanngjarn. Grindavík hafði fjórtán stiga forystu í hálfleik, 46-32, og hafði yfirburði á flestum sviðum íþróttarinnar frá upphafi til enda. Ónefndur fyrrverandi leikmaður körfuboltaliðs Njarðvíkur …
Helgi Jónas: Allt á uppleið
„Við gerðum það sem lagt var upp með og spiluðum mjög vel í kvöld, sérstaklega í vörninni. Við eigum að vera með sterkara lið – staðan í deildinni sýnir það. En menn verða mæta tilbúnir til leiks í úrslitakeppninni og gera það sem fyrir þá er lagt. Það gerðum við í kvöld,” sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi. …
Aldrei spurning
Grindavík hélt áfram þar sem frá var horfið í Njarðvík um daginn og rúllaði drengjum Frikka og Einars hreinlega upp! Það var allan tímann ljóst í hvað stefndi, slíkir voru yfirburðir Grindvíkinga. Nokkuð ljóst að ef Kanar Njarðvíkinga fara ekki að gera eitthvað verulega róttækt, að þá endar þessi sería á sunnudaginn í Njarðvík. Hvorki Camerion Echols né Travis Holmes …
Páskafrí í Taekwondo
Páskafrí í Taekwondo Eftir æfinguna í dag fimmtudag 29.mars er komið páskafrí á taekwondo æfingum. Æfingar hefjast aftur eftir stundartöflu fimmtudaginn 12. apríl. Gleðilega páska