Aldrei spurning

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hélt áfram þar sem frá var horfið í Njarðvík um daginn og rúllaði drengjum Frikka og Einars hreinlega upp!

Það var allan tímann ljóst í hvað stefndi, slíkir voru yfirburðir Grindvíkinga.  Nokkuð ljóst að ef Kanar Njarðvíkinga fara ekki að gera eitthvað verulega róttækt, að þá endar þessi sería á sunnudaginn í Njarðvík.  Hvorki Camerion Echols né Travis Holmes komust lönd né strönd gegn sterkri vörn þeirra gulklæddu og njarðvísku drengirnir voru sem lömb í höndum nágranna sinna.

Ég ætla því að leyfa mér að spá Grindavík örugglega áfram því ég held að mínir muni mæta með blóðbragðið hér eftir.  Þannig erum við bara virkilega góðir og var hvergi veikan hlekk að finna í kvöld.  Bullock sem fyrr óviðráðanlegur með skotum sínum utan af velli og öflugum inside leik, Watson með glæsileg tilþrif oft á tíðum þar sem hann fann félaga sína í opnum færum.  Fáir eða engir eru eins duglegir eins og Pettinella, oftar en ekki var hann fyrstur í vörn eftir að hafa skorað hinum megin undir körfunni, þvílíkur fídonskraftur í honum!  Allir Íslendingarnir spot on og Lalli fær mesta hrósið frá mér, var flottur í kvöld.  Siggi líka flottur.

Já, ég leyfi mér að giska á 2-0 öruggan sigur, munurinn er bara það mikill á milli þessara liða.  Eeeeeennnnn ef við mætum afslappaðir og sigurvissir til leiks, þá gæti voðinn verið vís…..  En þetta er úrslitakeppni og mínir menn hafa vit á að mæta alltaf brjálaðir til leiks!

Áfram Grindavík!