Lokaæfing Á fimmtudaginn 24. maí verður síðasta æfing vetrarins og hún verður sameiginleg hjá öllum hópum. Farið verður í leiki og haft gaman. Æfingin er kl:16 – 17. Æfingar hefjast aftur í september. Kveðja þjálfarar
Bacalao mótið 31.maí
Annað árið í röð verður stórmót í knattspyrnu fyrir fyrrverandi leikmenn, þjálfara og stjórnarmenn Grindavíkur í tengslum við Sjóarann síkáta. Mótið verður fimmtudaginn 31. maí og stendur frá kl. 17-19 á Grindavíkurvelli og síðan verður skemmtidagskrá með söng og upprifjun í risatjaldi við Gula húsið kl. 20:00.Helgi Björns og Reiðmenn vindanna skemmta. Þátttökugjald er 8.000 kr. og innifalið í því erknattspyrnumótið, treyja og …
Grindavík 1 – 4 Stjarnan
Grindavík og Stjarnan mættust í fjórðu umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Leikurinn endaði með 4-1 sigri gestanna. Bjarni Már Svavarsson var á leiknum og tók eftirfarandi myndir: Á mbl.is er það góðkunningi Grindavíkurvallar, Stefán Stefánsson sem lýsir. Umfjöllun á visir.is Umfjöllun á fótbolti.net Viðtal við Bjarna á fótbolti.net Viðtal við Guðjón á sport.is Umfjöllun á vf.is …
Grindavík – Stjarnan í kvöld
Fjórða umferð Pepsi deildar karla lýkur með tveimur leikjum í kvöld. Annar leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli þegar Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Það er ein breyting á liði Grindavíkur í kvöld, Alexander Magnússon tekur út leikbann fyrir tvö gul á móti Fram í síðustu umferð. Ekki er líklegt að það fækki á meiðslalistanum fyrir kvöldið en hópurinn er nokkuð …
Bein útsending frá leiknum í kvöld
Bein útvarpssending verður frá leik Grindavíkur og Stjörnunnar í kvöld á 240.is Þeir hjá 240.is voru með beina lýsingu frá leik Grindavíkur og Keflavíkur á dögunum þar sem Jón Gauti Dagbjartsson var við hljóðnemann og munu þeir aftur vera í loftinu í kvöld. Er þetta viðbót við þá flóru fjölmiðla sem sækir leiki nú til dags og fer þessi blaðamannastúka, …
Blómasala
Eins og mörg undanfarin ár þá ætlar 5. og 6. flokkur drengja í knattspyrnu að selja sumarblóm og mold. Við verðum í anddyrinu á Festi frá 21.maí til og með 24.maí og er opnunartími þessi:Mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá klukkan 17-21 Mikið úrval af fallegum sumarblómum á góðu verði. Tilvalið að gera fínt fyrir Sjóarann Síkáta og styrkja gott …
Maraþon fimleikadeildarinnar
Maraþon fimleikadeildarinnar 11-12. maí 2012 Kl. 20 föstudaginn 11 maí síðastliðinn hófu krakkar á aldrinum 11-15 ára þátttöku í maraþoni í íþróttamiðstöðinni og voru það þreyttir en glaðir krakkar sem fóru heim uppúr kl 8 á laugardagsmorgunn. Tókst þeim að safna 380.000 kr til tækjakaupa og viljum við þakka kærlega fyrir þessar yndislegu móttökur frá bæjarbúum. Á morgunn, þriðjudaginn 22. …
Maraþon fimleikadeildarinnar
Maraþon fimleikadeildarinnar 11-12. maí 2012 Kl. 20 föstudaginn 11 maí síðastliðinn hófu krakkar á aldrinum 11-15 ára þátttöku í maraþoni í íþróttamiðstöðinni og voru það þreyttir en glaðir krakkar sem fóru heim uppúr kl 8 á laugardagsmorgunn. Tókst þeim að safna 380.000 kr til tækjakaupa og viljum við þakka kærlega fyrir þessar yndislegu móttökur frá bæjarbúum. Á morgunn, þriðjudaginn 22. …
Tap í fyrsta leik
Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir BÍ/Bolungarvík í B-riðli 1. deildar kvenna 4-1. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eina mark Grindavíkur á 56. mínútu og minnkaði þá muninn í 2-1. Óhætt er að segja að Grindavíkurliðið hafi verið gjörbreytt frá því í fyrra og ljóst að það tekur tíma að púsla saman nýju liði. Systurnar Þórkatla Sif og Margrét Albertsdætur og Kristín Karlsdóttur eru einar …
Grindvíkingar 5 sinnum á palli á Vormóti Breiðabliks
Góður árangur hjá sundmönnum UMFG 3 gull, 2 silfur og 2 AMÍ lágmörk Á Vormóti Breiðabliks voru allir okkar sundmenn að bæta sig Gil náði gulli í 50m bringu og 100m bringu, hann náði líka lágmarki í 100m skrið á AMÍ Erla Sif náði gulli í 50m bringu og silfri í 100m bringu, hún náði líka lágmarki í …