Bein útsending frá leiknum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Bein útvarpssending verður frá leik Grindavíkur og Stjörnunnar í kvöld á 240.is

Þeir hjá 240.is voru með beina lýsingu frá leik Grindavíkur og Keflavíkur á dögunum þar sem Jón Gauti Dagbjartsson var við hljóðnemann og munu þeir aftur vera í loftinu í kvöld.

Er þetta viðbót við þá flóru fjölmiðla sem sækir leiki nú til dags og fer þessi blaðamannastúka, sem oft hefur verið fámönnuð, að verða of lítil fyrir þann fjölda fjölmiðla sem fjalla um leikinn.  Á leikdegi eru nú fulltrúar frá Morgunblaðinum, Fréttablaðinu/visir.is, Víkurfréttum, DV, Fótbolti.net, 433.is, sport.is,  240.is auk eftirlitsmanns frá KSÍ.

Einn eða fleiri frá erlendum veðmálafyrirtækjum eru svo í stúkunni ásamt því að úrslit.net fylgist með gangi mála þannig ekki ætti að skorta umfjöllun frá leikjum í Pepsi deild karla.