Grindavík – Stjarnan í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fjórða umferð Pepsi deildar karla lýkur með tveimur leikjum í kvöld. Annar leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli þegar Grindavík tekur á móti Stjörnunni.

Það er ein breyting á liði Grindavíkur í kvöld, Alexander Magnússon tekur út leikbann fyrir tvö gul á móti Fram í síðustu umferð.  Ekki er líklegt að það fækki á meiðslalistanum fyrir kvöldið en hópurinn er nokkuð breiður þannig að það kemur ekki að (of mikilli) sök.

Grindavík hefur yfirleitt gengið ágætlega með Stjörnuna á heimavelli, frá árinu 2000 hafa liðin mæst fimm sinnum í deildarkeppni á Grindavíkurvelli og hefur Grindavík sigrað þrisvar en tveir síðustu leikir enduðu með jafntefli.  Magnús Björgvinsson og Scott Ramsay skoruðu mörk Grindavíkur í fyrra þegar liðin skildu 2-2 en Gjorgi Manevski skoraði markið í 1-1 leik liðanna 2010

Með sigri getur Grindavík komið sér upp í miðja deild í 6. til 8. sæti ásamt Keflavík og Breiðablik.

Mynd visir.is