Hið árlega Bacalao mót fer fram á Grindavíkurvelli í kvöld. Mótið sjálft fer fram frá klukkan 17-19 þar sem um 100 fyrrum leikmenn og aðrir sem hafa komið nálægt fótboltanum hér í bæ spila. Klukkan 20:00 hefst skemmidagskráin í tjaldi sem hefur verið sett upp við Gula húsið þar sem Helgi Björnsson og fleiri munu skemmta.
Englendingarnir sendir heim
Grindvíkingar hafa ákveðið að senda ensku leikmennina Gavin Morrison og Jordan Edridge heim á leið. Þeir hafa ekki staðið undir væntingum. ,,Þeir eru búnir að fá tilkynningu um það að við hofum ekki not fyrir þá. Þeir voru bara ekki nógu sterkir, við erum að leita að stuðning en ekki breidd. Við erum ekki í neinni góðgerðarstarfsemi. Þetta snýst um …
Stelpurnar töpuðu gegn Fram
Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Fram 6-1 í 2. umferð b-riðils í 1.deild kvenna í gær. Fyrri hálfleikur var ansi slakur en þá skoraði Fram 5 mörk. Í seinni hálfleik voru Grindavíkurstelpur sprækari og tókst að skora undir lok leiksins, markið skoraði Margrét Albertsdóttir. Eftir erfiðan vetur þar sem afar fáir leikmenn hafa verið á æfingum er Goran Lukic þjálfari að púsla …
Gavin Morrison og Jordan Edridge farnir heim
Grindavík hefur sagt upp samningum við Gavin Morrison og Jordan Edridge Leikmennirnir, sem komu fyrir þetta tímabil, náðu ekki að sýna sitt rétta andlit og stykja liðið eins og ætlast var til. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, sagði í samtali við fótbolti.net að “Þeir eru búnir að fá tilkynningu um það að við hofum ekki not fyrir þá. Þeir voru bara ekki …
Forsalan á ballið hefst á morgun, þriðjudag!
Forsalan á STÓRDANSLEIKINN með Páli Óskari á laugardagskvöldið í íþróttahúsinu, hefst á morgun, þriðjudag og fer fram hjá Lindu í Palóma og Rúnu í Gallerí Keflavík. Forsalan mun svo líka verða í aðstöðu Körfuknattleiksdeildar UMFG einhver kvöld í vikunni en það verður betur auglýst síðar. Betra að tryggja sér miða í forsölu, ekki síst til að sleppa við biðröðina á …
Óli Baldur jafnaði í uppbótartíma
Grindavík krækti í stig gegn Selfossi í Pepsideild karla í gærkvöldi en liðin skildu jöfn 3-3. Grindavík lenti undir 3-1 en Óli Baldur Bjarnason jafnaði metin í uppbótartíma. Það stefndi allt í sigur Selfoss og þar með hundraðasta sigur þjálfarans Loga Ólafssonar í efstu deild þegar skammt var eftir af leiknum en Alexander Magnússon minnkaði muninn í 3-2 á 87. …
Grindavík sækir nýliða Selfoss heim
Grindavík mætir nýliðum Selfoss í kvöld á Selfossvelli í Pepsideild karla kl. 19:15. Grindavík situr í botnsætinu með 1 stig eftir fjórðar umferðir en Selfoss er í sjötta sæti með 6 stig og hefur komið verulega á óvart. Alexander Magnússon snýr aftur í lið Grindavíkur en hann var í í leikbanni í síðasta leik.
Suðurlandsslagur í kvöld
Suðurstrandavegurinn hefur reynst okkur gjöfugur síðustu mánuði og verður vonandi áframhald á því í kvöld þegar Grindavík mætir Selfoss í fimmtu umferð Pepsi deildar karla. Rútan fer klukkan 17:30 frá Bryggjunni. Liðin hafa byrjað sumarið á sitt hvoran mátann þar sem Selfoss hefur sigrað tvo leiki en við vitum öll hvað hefur gengið á hjá Grindavík. Það er því komið …
3-3
Góður endasprettur skilaði Grindavík stigi gegn Selfossi í kvöld. Leikurinn var liður í 5.umferð Pepsi deildar karla. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Grindavíkur frá síðasta leik. Alexander Magnússon kom aftur inn eftir að hafa tekið út leikbann og var miðjunni ásamt Marko Valdimar Stefánssyni og Gavin Morrison þar sem tveir fyrrnefndu skiluðu fínum leik. Í markinu var Óskar og …
Þriðja tapið í röð
Grindavík steinlá fyrir sprækum Stjörnumönnum á Grindavíkurvelli í Pepsideild karla 4-1 þrátt fyrir draumabyrjun því Gavin Morrison skoraði eftir 27 sekúndur. En slakur seinni hálfleikur varð okkar mönnum að falli og Grindavíkur situr því á botninum með eitt stig eftir fjórar umferðir. Áhorfendur á Grindavíkurvelli voru varla búnir að tylla sér þegar Gavin Morrison var búinn að skora fyrir heimamenn …