Bacalao mótið í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Hið árlega Bacalao mót fer fram á Grindavíkurvelli í kvöld.

Mótið sjálft fer fram frá klukkan 17-19 þar sem um 100 fyrrum leikmenn og aðrir sem hafa komið nálægt fótboltanum hér í bæ spila.  

Klukkan 20:00 hefst skemmidagskráin í tjaldi sem hefur verið sett upp við Gula húsið þar sem Helgi Björnsson og fleiri munu skemmta.